Viðskipti innlent

Hagdeild ASÍ spáir skammvinnu samdráttarskeiði

Sighvatur Arnmundsson skrifar
ASÍ spári skammvinnu samdráttarskeiði.
ASÍ spári skammvinnu samdráttarskeiði. Fréttablaðið/Vilhelm
Hagdeild ASÍ gerir ráð fyrir að fram undan sé skammvinnt samdráttarskeið í efnahagskerfinu í nýrri hagspá til næstu tveggja ára sem birt var í gær. Spáin gerir ráð fyrir 0,3 prósenta samdrætti á yfirstandandi ári en að viðsnúningur verði strax á næsta ári. Þannig verði hagvöxtur 0,6 prósent á næsta ári og 2,3 prósent árið 2021.

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar byggir á Þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í maí. Þar var gert ráð fyrir 0,2 prósenta samdrætti á yfirstandandi ári en 2,6 prósenta hagvexti á því næsta. Í greinargerð frumvarpsins kemur þó fram að sú spá sé bjartsýn samanborið við aðra greiningaraðila.

„Geta heimila og fyrirtækja til að takast á við stöðuna nú er hins vegar almennt allt önnur og betri en í síðustu niðursveiflu,“ segir í inngangi hagspár ASÍ. Það sama gildi einnig um getu stjórnvalda og Seðlabankans til að bregðast við. Þá segir að góðu heilli hafi áhrifin af falli WOW verið minni en við var búist.

Hagdeild ASÍ telur einnig að fjárfesting hins opinbera aukist og verði 4,4 prósent af vergri landsframleiðslu í lok spátímans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×