Möguleiki á verðstríði um rafmagn til heimila Ari Brynjólfsson skrifar 19. október 2019 07:30 Meðalheimili á Íslandi notar á bilinu 4 til 5 þúsund kílóvattstundir af rafmagni á ári. Fréttablaðið/Ernir Ef þúsundir heimila skipta yfir í ódýrasta kostinn í raforkusölu er möguleiki að koma af stað verðstríði milli raforkusala, óvíst er hins vegar um hversu mikið svigrúm er til að lækka rafmagnsverð heimilanna. „Það er vissulega ekki mikið upp úr því að hafa að skipta um raforkusala, eins og staðan er í dag þá erum við að tala um nokkur þúsund krónur á ári fyrir meðalheimili,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. Aðspurður hvort það geti breyst ef þúsundir heimila ákveði að skipta yfir í ódýrasta kostinn segir hann svo vera. „Klárlega. En í dag eru þetta rosalega lítil útgjöld hjá heimilum, hvatinn því lítill til að skipta.“Sigurður Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“Átta raforkusalar starfa hér á landi. Á vef Aurbjargar, sem notar gögn Orkuseturs, má finna verðsamanburð á kílóvattstund. Verðið er lægst hjá Íslenskri orkumiðlun. Aðeins nokkrum aurum munar þó á þeim og Orku heimilanna og Orkubúi Vestfjarða. Orka náttúrunnar og HS Orka eru dýrust með kílóvattstundina yfir 8 krónum með virðisaukaskatti. Meðalnotkun heimila er á bilinu 4 til 5 þúsund kílóvattstundir á ári. Sem dæmi þá getur heimili sem kaupir 4.500 kílóvattstundir á ári af HS Orku sparað um 4 þúsund krónur með því að skipta yfir í Íslenska orkumiðlun. Úr 80 þúsund krónum niður í 76 þúsund krónur. Í reglugerðardrögum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem birt eru í samráðsgátt stjórnvalda er lögð áhersla á að tryggja rétt neytenda á hverjum tíma til að velja sér raforkusala og auðvelda fólki að skipta um raforkusala. Fram kom í skýrslu sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir ráðuneytið í vor að lítil samkeppni sé í raforkusölu til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Til dæmis hafi aðeins 370 heimili af 140 þúsund skipt um raforkusala árið 2017. Í dag eru flest heimili með þann raforkusala sem þau voru með áður en það var frjálst að skipta. Rafmagnskostnaður heimilis skiptist í tvennt, annars vegar dreifingu sem ekkert er hægt að breyta og sölu sem hægt er að skipta um kostnaðarlaust. Í dag er mjög auðvelt að skipta um raforkusala, hjá bæði Íslenskri orkumiðlun og Orkubúi Vestfjarða er hægt að gera það í gegnum einfalda umsókn á netinu. Sigurður segir þó óvíst hversu mikið verðið geti lækkað ef neytendur fara að elta ódýrasta kostinn. „Við vitum ekki hvort hægt er að lækka lægsta verðið, það er eðli vörunnar að verðin séu mjög þétt,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi bensínverð. Raforkusalar þurfa litla yfirbyggingu, í raun þarf ekki að gera neitt nema semja við raforkuframleiðendur, þar sem Landsvirkjun er langstærst, og fara svo að selja rafmagn í smásölu. Sigurður segir engan mun á þjónustu eftir því við hvern er skipt. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Ef þúsundir heimila skipta yfir í ódýrasta kostinn í raforkusölu er möguleiki að koma af stað verðstríði milli raforkusala, óvíst er hins vegar um hversu mikið svigrúm er til að lækka rafmagnsverð heimilanna. „Það er vissulega ekki mikið upp úr því að hafa að skipta um raforkusala, eins og staðan er í dag þá erum við að tala um nokkur þúsund krónur á ári fyrir meðalheimili,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. Aðspurður hvort það geti breyst ef þúsundir heimila ákveði að skipta yfir í ódýrasta kostinn segir hann svo vera. „Klárlega. En í dag eru þetta rosalega lítil útgjöld hjá heimilum, hvatinn því lítill til að skipta.“Sigurður Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“Átta raforkusalar starfa hér á landi. Á vef Aurbjargar, sem notar gögn Orkuseturs, má finna verðsamanburð á kílóvattstund. Verðið er lægst hjá Íslenskri orkumiðlun. Aðeins nokkrum aurum munar þó á þeim og Orku heimilanna og Orkubúi Vestfjarða. Orka náttúrunnar og HS Orka eru dýrust með kílóvattstundina yfir 8 krónum með virðisaukaskatti. Meðalnotkun heimila er á bilinu 4 til 5 þúsund kílóvattstundir á ári. Sem dæmi þá getur heimili sem kaupir 4.500 kílóvattstundir á ári af HS Orku sparað um 4 þúsund krónur með því að skipta yfir í Íslenska orkumiðlun. Úr 80 þúsund krónum niður í 76 þúsund krónur. Í reglugerðardrögum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem birt eru í samráðsgátt stjórnvalda er lögð áhersla á að tryggja rétt neytenda á hverjum tíma til að velja sér raforkusala og auðvelda fólki að skipta um raforkusala. Fram kom í skýrslu sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir ráðuneytið í vor að lítil samkeppni sé í raforkusölu til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Til dæmis hafi aðeins 370 heimili af 140 þúsund skipt um raforkusala árið 2017. Í dag eru flest heimili með þann raforkusala sem þau voru með áður en það var frjálst að skipta. Rafmagnskostnaður heimilis skiptist í tvennt, annars vegar dreifingu sem ekkert er hægt að breyta og sölu sem hægt er að skipta um kostnaðarlaust. Í dag er mjög auðvelt að skipta um raforkusala, hjá bæði Íslenskri orkumiðlun og Orkubúi Vestfjarða er hægt að gera það í gegnum einfalda umsókn á netinu. Sigurður segir þó óvíst hversu mikið verðið geti lækkað ef neytendur fara að elta ódýrasta kostinn. „Við vitum ekki hvort hægt er að lækka lægsta verðið, það er eðli vörunnar að verðin séu mjög þétt,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi bensínverð. Raforkusalar þurfa litla yfirbyggingu, í raun þarf ekki að gera neitt nema semja við raforkuframleiðendur, þar sem Landsvirkjun er langstærst, og fara svo að selja rafmagn í smásölu. Sigurður segir engan mun á þjónustu eftir því við hvern er skipt. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent