Rausnarlegar greiðslur fyrir setu í stjórn Lindarhvols ehf Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2019 10:43 Skrifstofustjóri Bjarna gegndi formennsku í stjórn. visir/vilhelm Þórhallur Arason skrifstofustjóri Fjármálaráðuneytisins fékk tæpar 327 þúsund krónur greiddar fyrir hvern fund meðan hann gegndi formennsku í stjórn Lindarhvols ehf. Ríkisendurskoðandi er nú með rekstur Lindarhvols ehf. til rannsóknar. Meðal þess sem sjá má í ársreikningum fyrirtækisins. Lindarhvoll ehf. var stofnað 15. apríl 2016 en starfsemi félagsins lauk 7. febrúar 2018. Þetta kom fram í tilkynningu á vefsíðu þess. Lögmannsstofan Íslög fékk sitt Þannig starfaði félagið í 663 daga, þar af 457 vinnudaga sem gerir 21 mánuð og þrjár vikur. Starfsemi Lindarhvols kostaði ríkissjóð 323.665 krónur á dag, eftir því sem Vísir kemst næst. Það kostaði sitt að reka Lindarhvol ehf. Til þess var stofnað af fjármálaráðuneytinu, í tíð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Því bar að selja eignir sem ríkið fékk í fangið eftir nauðasamninga við föllnu bankana seint á árinu 2015. Verulegrar óánægju gætti með það hversu ógegnsætt ferlið virtist vera og þannig greindi Vísir til að mynda frá því í nóvember árið 2016 að engin svör bærust við fyrirspurnum þaðan. En, samkvæmt ársreikningum greiddi Lindarhvoll ehf lögmannastofunni Íslögum rúmar 102 milljónir með virðisaukaskatti. Þórhallur Arason gegndi formennsku samhliða störfum sínum sem skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Ef aðeins er tekið tillit til virkra daga að frádregnum virðisaukaskatti greiddi Lindarhvoll Íslögum liðlega 178 þúsund krónur á dag. Ágætlega haldnir stjórnarmenn Alls voru 16 stjórnarfundir haldnir í Lindarhvoli árið 2016. Fundir voru haldnir á miðvikudögum eftir hádegi. Stjórnunarlaun fyrir árið 2016 voru rúmar 12 milljónir króna ef frá eru dregin launatengd gjöld. Þannig fékk formaður Lindarhvols því liðlega 327 þúsund krónur fyrir hvern fund og meðstjórnendur liðlega 216 þúsund krónur. Í stjórn Lindarhvols á þessum tíma var Þórhallur Arason formaður stjórnar en auk hans sátu í stjórninni þau Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson. Samhliða stjórnunarstörfum störfuðu stjórnarmenn í fullu starfi hjá hinu opinbera; Þórhallur sem skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins en hann er nú farinn á eftirlaun, Haukur sem forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands og Ása var þá dósent við Háskóla Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30 Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52 Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Þórhallur Arason skrifstofustjóri Fjármálaráðuneytisins fékk tæpar 327 þúsund krónur greiddar fyrir hvern fund meðan hann gegndi formennsku í stjórn Lindarhvols ehf. Ríkisendurskoðandi er nú með rekstur Lindarhvols ehf. til rannsóknar. Meðal þess sem sjá má í ársreikningum fyrirtækisins. Lindarhvoll ehf. var stofnað 15. apríl 2016 en starfsemi félagsins lauk 7. febrúar 2018. Þetta kom fram í tilkynningu á vefsíðu þess. Lögmannsstofan Íslög fékk sitt Þannig starfaði félagið í 663 daga, þar af 457 vinnudaga sem gerir 21 mánuð og þrjár vikur. Starfsemi Lindarhvols kostaði ríkissjóð 323.665 krónur á dag, eftir því sem Vísir kemst næst. Það kostaði sitt að reka Lindarhvol ehf. Til þess var stofnað af fjármálaráðuneytinu, í tíð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Því bar að selja eignir sem ríkið fékk í fangið eftir nauðasamninga við föllnu bankana seint á árinu 2015. Verulegrar óánægju gætti með það hversu ógegnsætt ferlið virtist vera og þannig greindi Vísir til að mynda frá því í nóvember árið 2016 að engin svör bærust við fyrirspurnum þaðan. En, samkvæmt ársreikningum greiddi Lindarhvoll ehf lögmannastofunni Íslögum rúmar 102 milljónir með virðisaukaskatti. Þórhallur Arason gegndi formennsku samhliða störfum sínum sem skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Ef aðeins er tekið tillit til virkra daga að frádregnum virðisaukaskatti greiddi Lindarhvoll Íslögum liðlega 178 þúsund krónur á dag. Ágætlega haldnir stjórnarmenn Alls voru 16 stjórnarfundir haldnir í Lindarhvoli árið 2016. Fundir voru haldnir á miðvikudögum eftir hádegi. Stjórnunarlaun fyrir árið 2016 voru rúmar 12 milljónir króna ef frá eru dregin launatengd gjöld. Þannig fékk formaður Lindarhvols því liðlega 327 þúsund krónur fyrir hvern fund og meðstjórnendur liðlega 216 þúsund krónur. Í stjórn Lindarhvols á þessum tíma var Þórhallur Arason formaður stjórnar en auk hans sátu í stjórninni þau Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson. Samhliða stjórnunarstörfum störfuðu stjórnarmenn í fullu starfi hjá hinu opinbera; Þórhallur sem skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins en hann er nú farinn á eftirlaun, Haukur sem forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands og Ása var þá dósent við Háskóla Íslands.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30 Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52 Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30
Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52
Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00
Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24