Viðskipti innlent

Bjarni skipar stjórn Lindarhvols

Jón Hákon Halldórsson skrifar
vísir/pjetur

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga.



Ráðherra ákvað að skipa í stjórnina þau Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneyti og staðgengil ráðuneytisstjóra, Hauk C. Benediktsson, forstöðumann Eignasafns Seðlabanka Íslands, og Áslaugu Árnadóttur lögfræðing.



Varamenn eru Esther Finnbogadóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, og Sigurbjörn Einarsson, viðskiptafræðingur. Í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að Áslaug Árnadóttir hafi sagt sig frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og ekki tekið þátt í störfum stjórnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×