Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Ingvar Haraldsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að auðsótt verði að koma megnið af þeim eignum sem ríkið eignaðist með stöðugleikaframlögum í verð. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðuneytið mun opinbera samning við félagið Lindarhvol ehf., um með hvaða hætti standa á að sölu eigna sem féllu ríkinu í skaut með svokölluðum stöðugleikaframlögum, á næstunni. Lindarhvoll, sem er í eigu ríkisins, á að sjá um að selja eignirnar, að eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka undanskildum, en sá hlutur er í umsjá Bankasýslu ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að koma meginþorra eignanna í verð fyrir áramót. „Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“ Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að ráðuneytið áætlaði að félagið myndi ná að fullnusta 80% verðmæta eignanna innan 18 mánaða. Auðvelt eigi að vera að koma skráðum bréfum í verð og ákveðnum óskráðum eignum. „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð,“ segir Bjarni. „Í því samhengi þá er auðvitað verið að leggja áherslu á opið ferli, að það sé gætt að því að fá hámarksvirði fyrir eignirnar og jafnræði,“ segir hann um samninginn við Lindarhvol. Ríkinu var með stöðugleikaframlögunum afhentur hlutur í sextán félögum, auk skuldabréfa og fleiri eigna. Með framlögunum varð ríkið stærsti hluthafinn í Sjóvá og á 13,67 prósenta hlut. Þá á ríkið 6,38 nú prósenta hlut í Reitum og hlut í Eimskipum, en félögin þrjú eru öll skráð í Kauphöll Íslands. Auk þess á ríkið allt hlutafé í Lyfju, hlut í Lýsingu, Dohop, Auði Capital og fleiri félögum. „Mín skoðun er sú að þegar horft er til skráðra jafnt sem óskráðra eigna inn í þessu eignasafni þá sé ekkert tilefni fyrir ríkið til þess að halda á eignarhlutnum og standa í þeim rekstri,“ segir Bjarni. Stofnun Lindarhvols byggir á lögum sem Alþingi samþykkti í mars. Þegar Bjarni lagði frumvarpið fram í desember átti félagið að heyra undir Seðlabanka Íslands. Við meðferð frumvarpsins hjá efnahags- og viðskiptanefndar var því breytt og ákveðið að félagið heyrði undir fjármálaráðuneytið, en yrði í hæfilegri fjarlægð frá því. Í umsögn Seðlabankans sjálfs kom fram að hann teldi ekki heppilegt að félagið heyrði undir Seðlabankann þar sem eignirnar væru hvorki á forræði né á ábyrgð Seðlabankans. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, er stjórnarformaður félagsins. Þá situr Haukur C. Benediktsson, forstöðumann Eignasafn Seðlabanka Íslands, einnig í stjórn þess. Bjarni skipaði einnig Áslaugu Árnadóttur lögfræðing í stjórn félagsins en hún sagði sig frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og tók ekki þátt í störfum þess. Varamaður í stjórn mun taka sæti Áslaugar. Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Fjármálaráðuneytið mun opinbera samning við félagið Lindarhvol ehf., um með hvaða hætti standa á að sölu eigna sem féllu ríkinu í skaut með svokölluðum stöðugleikaframlögum, á næstunni. Lindarhvoll, sem er í eigu ríkisins, á að sjá um að selja eignirnar, að eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka undanskildum, en sá hlutur er í umsjá Bankasýslu ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að koma meginþorra eignanna í verð fyrir áramót. „Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“ Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að ráðuneytið áætlaði að félagið myndi ná að fullnusta 80% verðmæta eignanna innan 18 mánaða. Auðvelt eigi að vera að koma skráðum bréfum í verð og ákveðnum óskráðum eignum. „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð,“ segir Bjarni. „Í því samhengi þá er auðvitað verið að leggja áherslu á opið ferli, að það sé gætt að því að fá hámarksvirði fyrir eignirnar og jafnræði,“ segir hann um samninginn við Lindarhvol. Ríkinu var með stöðugleikaframlögunum afhentur hlutur í sextán félögum, auk skuldabréfa og fleiri eigna. Með framlögunum varð ríkið stærsti hluthafinn í Sjóvá og á 13,67 prósenta hlut. Þá á ríkið 6,38 nú prósenta hlut í Reitum og hlut í Eimskipum, en félögin þrjú eru öll skráð í Kauphöll Íslands. Auk þess á ríkið allt hlutafé í Lyfju, hlut í Lýsingu, Dohop, Auði Capital og fleiri félögum. „Mín skoðun er sú að þegar horft er til skráðra jafnt sem óskráðra eigna inn í þessu eignasafni þá sé ekkert tilefni fyrir ríkið til þess að halda á eignarhlutnum og standa í þeim rekstri,“ segir Bjarni. Stofnun Lindarhvols byggir á lögum sem Alþingi samþykkti í mars. Þegar Bjarni lagði frumvarpið fram í desember átti félagið að heyra undir Seðlabanka Íslands. Við meðferð frumvarpsins hjá efnahags- og viðskiptanefndar var því breytt og ákveðið að félagið heyrði undir fjármálaráðuneytið, en yrði í hæfilegri fjarlægð frá því. Í umsögn Seðlabankans sjálfs kom fram að hann teldi ekki heppilegt að félagið heyrði undir Seðlabankann þar sem eignirnar væru hvorki á forræði né á ábyrgð Seðlabankans. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, er stjórnarformaður félagsins. Þá situr Haukur C. Benediktsson, forstöðumann Eignasafn Seðlabanka Íslands, einnig í stjórn þess. Bjarni skipaði einnig Áslaugu Árnadóttur lögfræðing í stjórn félagsins en hún sagði sig frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og tók ekki þátt í störfum þess. Varamaður í stjórn mun taka sæti Áslaugar.
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira