Mannréttindi – drifkraftur breytinga Hanna Katrín Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir og Andri Óttarsson og Erla Hlín Hjálmarsdóttir skrifa 2. október 2019 08:00 Alþjóðadag án ofbeldis ber upp á afmælisdag Mahatma Gandhi sem fæddist 2. október fyrir réttum 150 árum. Ísland er eitt friðsælasta land veraldar og landsmenn eru áfram um að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir mannréttindum. Mannréttindi eru einn af hornsteinunum í utanríkisstefnu Íslands og á alþjóðavettvangi er nú lögð aukin áhersla á málaflokkinn. Ný stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 var samþykkt á Alþingi í maí 2019. Í fyrsta sinn er byggt á mannréttindamiðaðri nálgun, en hún felur það í sér að í öllu starfi Íslands eru mannréttindi höfð að leiðarljósi. Enn fremur er lögð rík áhersla á að framlög til þróunarsamvinnu nýtist vel og að árangur af starfi Íslands sé sýnilegur. Í fimm ára áætlun stjórnvalda er jafnframt gert ráð fyrir aukningu á heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Miklar breytingar hafa orðið í þróunarsamvinnu á undanförnum árum, ekki síst vegna aukinnar efnahagslegrar og pólitískrar aðkomu stórra ríkja eins og Brasilíu, Indlands, Kína og Suður-Afríku. Vestræn ríki leggja því til hlutfallslega minna fjármagn í þróunarlöndum en áður og hafa þannig minni áhrif. Skýr stefna og sýn þar sem Ísland er málsvari mannréttinda er þess vegna mikilvægari en nokkru sinni. Utanríkisráðherra skipaði starfshóp til að greina og útfæra þær leiðir sem heppilegt er fyrir Ísland að fara við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi. Þetta á t.a.m. við um sértækar aðgerðir, málsvarastarf og samþættingu mannréttinda við þróunarsamstarf Íslands í tvíhliða samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda. Skýrsla starfshópsins, Mannréttindi sem drifkraftur breytinga, var gefin út í maí 2019 og birt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í skýrslunni er sett fram 21 tillaga um hvernig nálgast má þróunarsamvinnu á mannréttindamiðaðan hátt. Þar er einnig að finna almenna umfjöllun um mannréttindamiðaða nálgun, starf Íslands í þróunarsamvinnu og stöðu mannréttinda í samstarfslöndunum tveimur. Þar, líkt og víðar í löndum sunnan Sahara, er víða pottur brotinn þegar kemur að mannréttindum. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að bæta þurfi um betur í mannréttindamiðaðri nálgun í þróunarsamvinnu. Tekið er undir nýja þróunarsamvinnustefnu og lögð áhersla á að sýna fram á árangur af starfi Íslands. Í niðurstöðum hópsins kemur jafnframt fram að styrkur Íslands felist helst í sveigjanleika og að tekin sé áhætta endrum og eins. Staða mannréttinda á Íslandi er góð í samanburði við aðrar þjóðir og Íslendingar eru vel í stakk búnir til að láta gott af sér leiða í þeim efnum. Eitt mikilvægasta framlag Íslendinga í þróunarsamvinnu er því kynning á þeim grunngildum sem við höfum fest svo rækilega í sessi; frelsi og jafnrétti fyrir alla. Til að Ísland geti haft áhrif á stöðu mannréttinda í viðtökuríkjum verður að sýna framsýni og stefnufestu, ekki síst varðandi áherslur Íslands á sjálfbær samfélög í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og uppbyggingu atvinnulífs. Einnig þarf að sýna staðfestu í verkefnavali og tala fyrir mannréttindum. Ísland verður ætíð að vera tilbúið að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir auknum mannréttindum og það er viðeigandi að minna á það á alþjóðadegi án ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Diljá Mist Einarsdóttir Hanna Katrín Friðriksson Mannréttindi Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadag án ofbeldis ber upp á afmælisdag Mahatma Gandhi sem fæddist 2. október fyrir réttum 150 árum. Ísland er eitt friðsælasta land veraldar og landsmenn eru áfram um að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir mannréttindum. Mannréttindi eru einn af hornsteinunum í utanríkisstefnu Íslands og á alþjóðavettvangi er nú lögð aukin áhersla á málaflokkinn. Ný stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 var samþykkt á Alþingi í maí 2019. Í fyrsta sinn er byggt á mannréttindamiðaðri nálgun, en hún felur það í sér að í öllu starfi Íslands eru mannréttindi höfð að leiðarljósi. Enn fremur er lögð rík áhersla á að framlög til þróunarsamvinnu nýtist vel og að árangur af starfi Íslands sé sýnilegur. Í fimm ára áætlun stjórnvalda er jafnframt gert ráð fyrir aukningu á heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Miklar breytingar hafa orðið í þróunarsamvinnu á undanförnum árum, ekki síst vegna aukinnar efnahagslegrar og pólitískrar aðkomu stórra ríkja eins og Brasilíu, Indlands, Kína og Suður-Afríku. Vestræn ríki leggja því til hlutfallslega minna fjármagn í þróunarlöndum en áður og hafa þannig minni áhrif. Skýr stefna og sýn þar sem Ísland er málsvari mannréttinda er þess vegna mikilvægari en nokkru sinni. Utanríkisráðherra skipaði starfshóp til að greina og útfæra þær leiðir sem heppilegt er fyrir Ísland að fara við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi. Þetta á t.a.m. við um sértækar aðgerðir, málsvarastarf og samþættingu mannréttinda við þróunarsamstarf Íslands í tvíhliða samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda. Skýrsla starfshópsins, Mannréttindi sem drifkraftur breytinga, var gefin út í maí 2019 og birt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í skýrslunni er sett fram 21 tillaga um hvernig nálgast má þróunarsamvinnu á mannréttindamiðaðan hátt. Þar er einnig að finna almenna umfjöllun um mannréttindamiðaða nálgun, starf Íslands í þróunarsamvinnu og stöðu mannréttinda í samstarfslöndunum tveimur. Þar, líkt og víðar í löndum sunnan Sahara, er víða pottur brotinn þegar kemur að mannréttindum. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að bæta þurfi um betur í mannréttindamiðaðri nálgun í þróunarsamvinnu. Tekið er undir nýja þróunarsamvinnustefnu og lögð áhersla á að sýna fram á árangur af starfi Íslands. Í niðurstöðum hópsins kemur jafnframt fram að styrkur Íslands felist helst í sveigjanleika og að tekin sé áhætta endrum og eins. Staða mannréttinda á Íslandi er góð í samanburði við aðrar þjóðir og Íslendingar eru vel í stakk búnir til að láta gott af sér leiða í þeim efnum. Eitt mikilvægasta framlag Íslendinga í þróunarsamvinnu er því kynning á þeim grunngildum sem við höfum fest svo rækilega í sessi; frelsi og jafnrétti fyrir alla. Til að Ísland geti haft áhrif á stöðu mannréttinda í viðtökuríkjum verður að sýna framsýni og stefnufestu, ekki síst varðandi áherslur Íslands á sjálfbær samfélög í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og uppbyggingu atvinnulífs. Einnig þarf að sýna staðfestu í verkefnavali og tala fyrir mannréttindum. Ísland verður ætíð að vera tilbúið að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir auknum mannréttindum og það er viðeigandi að minna á það á alþjóðadegi án ofbeldis.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun