Dulles-flugvöllur segist ekkert hafa heyrt í Ballarin síðan í ágúst Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. október 2019 14:30 Fulltrúar Dulles-flugvallar funduðu með aðstandendum hins nýja WOW air í ágúst. Síðan hafa þeir ekkert heyrt neitt í flugfélaginu. Getty/narvikk Hópurinn sem vinnur að endurreisn WOW air hefur ekki verið í neinum samskiptum við Dulles-flugvöll í Washington frá því í ágúst síðastliðnum. Aðstandendur flugfélagsins hafa lýst því yfir að jómfrúarflugið, sem er fyrirhugað síðar í þessum mánuði, verði milli Keflavíkur og umrædds Dulles-flugvallar. Þetta segir Christina Saull, talsmaður flugvallarins, í samskiptum við Vísi. Engar flugferðir á vegum WOW séu fyrirhugaðar um völlinn - „eða aðrar, nýjar áætlanaferðir sem vert er að greina frá,“ eins og Saull kemst að orði. Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, og aðrir sem koma að endurreisn WOW air hafa verið nokkuð afdráttarlaus í svörum sínum, allt frá blaðamannafundi hennar á Hótel Sögu í septemberbyrjun: Jómfrúarflugið WOW air verður milli Dulles-flugvallar og Keflavík í október. Upphaflega verði stuðst við bandarískt flugrekstrarleyfi en stefnt á að útvega íslenskt leyfi þegar fram líða stundir.Sjá einnig: Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Talsmaður Ballarin, lögmaðurinn Páll Ágúst Pálsson, sagði síðast í samtali við fréttastofu í dag að það væri „algjörlega“ ætlunin að fljúga í október. Stefnt væri að því að hægt yrði að bóka ferð með félaginu „sem allra fyrst.“Ágústfundur og ekkert meir Talsmaður Dulles-flugvallar segir að Ballarin og samstarfsmenn hennar hafi fundað með fulltrúum flugvallarins í ágúst síðastliðnum, með það fyrir augum að hefja áætlunarflug um völlinn. Það sé hefðbundið og varla fréttnæmt þegar slíkir fundir eiga sér stað milli flugvallarstjórnendanna og áhugasamra flugrekenda. Aftur á móti hafa stjórnendur Dulles-vallar ekki heyrt neitt frá Ballarin eða hennar fólki frá þessi fundur átti sér stað. „Við höfum ekki fundað með henni síðan þá eða átt í nokkrum öðrum samskiptum við hana,“ segir Saull. Fyrrnefndur Páll Ágúst viðurkennir að ferlið við endurreisnina gangi hægar en vonast var til. „Það er allt á réttri leið og við höldum þeirri vegferð sem við byrjuðum á. Því miður erum við kannski ekki á nákvæmlega réttum hraða á öllum þeim stöðum sem við viljum vera á en við erum svo sannarlega á réttri leið,“ segir Páll Ágúst. Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Hópurinn sem vinnur að endurreisn WOW air hefur ekki verið í neinum samskiptum við Dulles-flugvöll í Washington frá því í ágúst síðastliðnum. Aðstandendur flugfélagsins hafa lýst því yfir að jómfrúarflugið, sem er fyrirhugað síðar í þessum mánuði, verði milli Keflavíkur og umrædds Dulles-flugvallar. Þetta segir Christina Saull, talsmaður flugvallarins, í samskiptum við Vísi. Engar flugferðir á vegum WOW séu fyrirhugaðar um völlinn - „eða aðrar, nýjar áætlanaferðir sem vert er að greina frá,“ eins og Saull kemst að orði. Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, og aðrir sem koma að endurreisn WOW air hafa verið nokkuð afdráttarlaus í svörum sínum, allt frá blaðamannafundi hennar á Hótel Sögu í septemberbyrjun: Jómfrúarflugið WOW air verður milli Dulles-flugvallar og Keflavík í október. Upphaflega verði stuðst við bandarískt flugrekstrarleyfi en stefnt á að útvega íslenskt leyfi þegar fram líða stundir.Sjá einnig: Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Talsmaður Ballarin, lögmaðurinn Páll Ágúst Pálsson, sagði síðast í samtali við fréttastofu í dag að það væri „algjörlega“ ætlunin að fljúga í október. Stefnt væri að því að hægt yrði að bóka ferð með félaginu „sem allra fyrst.“Ágústfundur og ekkert meir Talsmaður Dulles-flugvallar segir að Ballarin og samstarfsmenn hennar hafi fundað með fulltrúum flugvallarins í ágúst síðastliðnum, með það fyrir augum að hefja áætlunarflug um völlinn. Það sé hefðbundið og varla fréttnæmt þegar slíkir fundir eiga sér stað milli flugvallarstjórnendanna og áhugasamra flugrekenda. Aftur á móti hafa stjórnendur Dulles-vallar ekki heyrt neitt frá Ballarin eða hennar fólki frá þessi fundur átti sér stað. „Við höfum ekki fundað með henni síðan þá eða átt í nokkrum öðrum samskiptum við hana,“ segir Saull. Fyrrnefndur Páll Ágúst viðurkennir að ferlið við endurreisnina gangi hægar en vonast var til. „Það er allt á réttri leið og við höldum þeirri vegferð sem við byrjuðum á. Því miður erum við kannski ekki á nákvæmlega réttum hraða á öllum þeim stöðum sem við viljum vera á en við erum svo sannarlega á réttri leið,“ segir Páll Ágúst.
Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00
Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12
Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent