Rihanna knúsaði Ágústu Ýr Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 21. september 2019 08:00 Ágústa Ýr á sýningu Rihönnu í New York. NordicPhotos/Getty Íslenska fyrirsætan Ágústa Ýr segir það hafa verið súrrealíska lífsreynslu þegar henni var með litlum sem engum fyrirvara skutlað í fyrirsætuhópinn sem spókaði sig á New York Fashion Week í undirfötum úr fatalínu söngkonunnar Rihönnu. Hápunkturinn á þessu ævintýri öllu saman, kirsuberið á toppnum, eins og hún orðar þar var svo þegar hún fékk knús frá Rihönnu sjálfri sem kom fram á sýningunni. Þá voru einnig mætt til leiks rapparinn 21 Savage, ofurfyrirsæturnar Joan Smalls, Cara Delevingne, Bella og Gigi Hadid. Ágústa Ýr starfar sem leikstjóri, listakona og fyrirsæta í London en flaug til New York með eins dags fyrirvara. Þegar þangað var komið voru hraðinn og spennan slík að hún segir sýninguna sjálfa, sem stóð í um 40 mínútur, hafa liðið eins og fimm mínútur. „Daginn eftir að ég lenti var svo tískusýningin og allir mættir, þvílíkt adrenalín í gangi hjá okkur. Við gerðum svokallaða prufusýningu, svo var farið beint í hár, förðun og svo í fötin. Rétt fyrir sýninguna var verið að taka mynd af mér baksviðs og ég heyri í 21 Savage segja: „Get them angels!“ sem er auðvitað bara mjög fyndið!“ Ágústa Ýr segir sýninguna og andrúmsloftið hafa verið frábært í alla staði og svo „var allt í einu allt búið. Það voru allir svo ánægðir með sýninguna og ég endaði kvöldið með því að fá knús frá Rihönnu sem var algjörlega kirsuberið á toppinn,“ segir Ágústa. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Hollywood Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Íslenska fyrirsætan Ágústa Ýr segir það hafa verið súrrealíska lífsreynslu þegar henni var með litlum sem engum fyrirvara skutlað í fyrirsætuhópinn sem spókaði sig á New York Fashion Week í undirfötum úr fatalínu söngkonunnar Rihönnu. Hápunkturinn á þessu ævintýri öllu saman, kirsuberið á toppnum, eins og hún orðar þar var svo þegar hún fékk knús frá Rihönnu sjálfri sem kom fram á sýningunni. Þá voru einnig mætt til leiks rapparinn 21 Savage, ofurfyrirsæturnar Joan Smalls, Cara Delevingne, Bella og Gigi Hadid. Ágústa Ýr starfar sem leikstjóri, listakona og fyrirsæta í London en flaug til New York með eins dags fyrirvara. Þegar þangað var komið voru hraðinn og spennan slík að hún segir sýninguna sjálfa, sem stóð í um 40 mínútur, hafa liðið eins og fimm mínútur. „Daginn eftir að ég lenti var svo tískusýningin og allir mættir, þvílíkt adrenalín í gangi hjá okkur. Við gerðum svokallaða prufusýningu, svo var farið beint í hár, förðun og svo í fötin. Rétt fyrir sýninguna var verið að taka mynd af mér baksviðs og ég heyri í 21 Savage segja: „Get them angels!“ sem er auðvitað bara mjög fyndið!“ Ágústa Ýr segir sýninguna og andrúmsloftið hafa verið frábært í alla staði og svo „var allt í einu allt búið. Það voru allir svo ánægðir með sýninguna og ég endaði kvöldið með því að fá knús frá Rihönnu sem var algjörlega kirsuberið á toppinn,“ segir Ágústa.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Hollywood Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira