Formúla 1

Ricciardo dæmdur brotlegur og ræsir síðastur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Daniel Ricciardo keyrir á Reanult
Daniel Ricciardo keyrir á Reanult vísir/getty

Daniel Ricciardo mun ræsa síðastur þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Singapú verður ræstur í hádeginu.

Ricciardo náði áttunda besta tímanum í tímatökunni í gær en hann var dæmdur brotlegur og þarf að ræsa síðastur.

Bíll Ricciardo notaði of mikið afl frá íhlut í vélbúnaðinum sem endurheimtir bremsuorku bílsins, en reglur eru um hversu mikið afl vélin má fá.

Atvikið átti sér stað í fyrsta hluta tímatökunnar.

Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:10 í dag þar sem Charles Leclerc á Ferrari er á ráspól. Keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.