Formúla 1

Ricciardo dæmdur brotlegur og ræsir síðastur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Daniel Ricciardo keyrir á Reanult
Daniel Ricciardo keyrir á Reanult vísir/getty
Daniel Ricciardo mun ræsa síðastur þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Singapú verður ræstur í hádeginu.Ricciardo náði áttunda besta tímanum í tímatökunni í gær en hann var dæmdur brotlegur og þarf að ræsa síðastur.Bíll Ricciardo notaði of mikið afl frá íhlut í vélbúnaðinum sem endurheimtir bremsuorku bílsins, en reglur eru um hversu mikið afl vélin má fá.Atvikið átti sér stað í fyrsta hluta tímatökunnar.Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:10 í dag þar sem Charles Leclerc á Ferrari er á ráspól. Keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.