Formúla 1

Allar Hondurnar með refsingar um helgina

Bragi Þórðarson skrifar
Max Verstappen ræsti nítjándi í Rússlandi í fyrra og endaði fimmti. Þannig þrátt fyrir refsingar í ár á hann möguleika á sigri.
Max Verstappen ræsti nítjándi í Rússlandi í fyrra og endaði fimmti. Þannig þrátt fyrir refsingar í ár á hann möguleika á sigri. vísir/Getty
Báðir bílar Red Bull og Toro Rosso munu fá refsingar í rússneska kappakstrinum sem fram fer um helgina. Ástæðan er sú að Honda ætlar að uppfæra vélarnar í bílum beggja liða til að undirbúa sig fyrir heimakeppni vélarframleiðandans á Suzuka brautinni eftir þrjár vikur.Honda hefur staðið sig með prýði það sem af er árs og hefur Max Verstappen unnið tvær keppnir árið 2019. Sigur Verstappen í Austurríki var sá fyrsti fyrir Honda í 14 ár.Vélarbilanir eru nánast úr sögunni hjá japanska framleiðandanum en nú einbeytir Honda sér að því að þróa vélina til að geta keppt um titla á næsta ári.Báðir bílar Red Bull, sem og Toro Rosso bíll Pierre Gasly munu allir fá nýja sprengihreyfla fyrir rússneska kappaksturinn um helgina. Það þýðir að minnsta kosti fimm sæta refsing á ráslínu fyrir þá alla.Heimamaðurinn Daniil Kvyat er ekki svo heppinn. Bæði verður skipt um sprengihreyfilinn sem og rafmagnsmótorinn í Toro Rosso bíl hans og mun hann því ræsa aftastur í heimakeppni sinni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.