Viðskipti innlent

Hjörtur ráðinn mannauðsráðgjafi hjá Hrafnistu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hjörtur Hjartarson.
Hjörtur Hjartarson. fréttablaðið/ernir
Hjörtur Júlíus Hjartarson hefur verið ráðinn mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild hjúkrunarheimila Hrafnistu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hrafnistu.

Hjörtur hefur starfað í fjölmiðlum undanfarin ár, síðast hjá Sýn þar sem hann óskaði eftir starfslokum eftir að hafa verið sendur heim af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu vegna óviðeigandi hegðunar.

Hjörtur er með meistarapróf í mannauðsstjórnun auk undirgráðu í stafrænni markaðssetningu frá EAE Business School í Barcelona. Í tilkynningu á vef Hrafnistu segir að hann hafi lagt áherslu á jákvæða sálfræði, markþjálfun og kjaramál í námi sínu. Fyrir er Hjörtur með meistarapróf í blaða- og fréttamennsku.

„Hjörtur vann lokaverkefni sitt í mannauðsstjórnun í samvinnu við Vodafone og fjallaði þar um innleiðingu sveigjanlegs vinnutíma hjá fyrirtækinu. Hann kannaði hvaða áhrif sveigjanlegur vinnutími hefur á líf fólks, hvort sem um ræðir í vinnu eða einkalífi. Hjörtur hefur víðtæka stjórnunarreynslu frá fyrri störfum sem deildarstjóri, vaktstjóri, ritsjóri og umsjónamaður ýmissa þátta í útvarpi og sjónvarpi.“

Vísir er í eigu Sýnar hf.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×