Viðskipti innlent

Hjörtur ráðinn mannauðsráðgjafi hjá Hrafnistu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hjörtur Hjartarson.
Hjörtur Hjartarson. fréttablaðið/ernir

Hjörtur Júlíus Hjartarson hefur verið ráðinn mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild hjúkrunarheimila Hrafnistu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hrafnistu.

Hjörtur hefur starfað í fjölmiðlum undanfarin ár, síðast hjá Sýn þar sem hann óskaði eftir starfslokum eftir að hafa verið sendur heim af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu vegna óviðeigandi hegðunar.

Hjörtur er með meistarapróf í mannauðsstjórnun auk undirgráðu í stafrænni markaðssetningu frá EAE Business School í Barcelona. Í tilkynningu á vef Hrafnistu segir að hann hafi lagt áherslu á jákvæða sálfræði, markþjálfun og kjaramál í námi sínu. Fyrir er Hjörtur með meistarapróf í blaða- og fréttamennsku.

„Hjörtur vann lokaverkefni sitt í mannauðsstjórnun í samvinnu við Vodafone og fjallaði þar um innleiðingu sveigjanlegs vinnutíma hjá fyrirtækinu. Hann kannaði hvaða áhrif sveigjanlegur vinnutími hefur á líf fólks, hvort sem um ræðir í vinnu eða einkalífi. Hjörtur hefur víðtæka stjórnunarreynslu frá fyrri störfum sem deildarstjóri, vaktstjóri, ritsjóri og umsjónamaður ýmissa þátta í útvarpi og sjónvarpi.“

Vísir er í eigu Sýnar hf.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,79
23
428.425
EIM
1,09
6
15.650
TM
0,77
2
4.573
MAREL
0,51
14
430.537
SYN
0,36
1
3.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-2,54
4
1.619.144
ICEAIR
-1,48
11
59.944
KVIKA
-1,36
10
84.287
ICESEA
-1,1
7
29.031
EIK
-1,02
1
12
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.