Formúla 1

Leclerc fyrsti Ferrari-ökuþórinn í 19 ár sem er fjórum sinnum á rásspól í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leclerc hefur alls sex sinnum hrósað sigri í tímatökunni á tímabilinu.
Leclerc hefur alls sex sinnum hrósað sigri í tímatökunni á tímabilinu. vísir/getty

Charles Leclerc á Ferrari varð hlutskarpastur í tímatökunni fyrir Rússlandskappaksturinn í dag. Hann verður því fremstur á ráslínu í fjórðu keppninni í röð.

Nítján ár eru síðan ökumaður Ferrari náði því að vera fremstur á ráslínu fjórum sinnum í röð á sama tímabili. Michael Schumacher afrekaði það tímabilið 2000.


Hinn 21 árs Leclerc hefur alls sex sinnum verið á ráslínu á sínu fyrsta tímabili hjá Ferrari. Aðeins Niki Lauda var oftar fremstur á ráslínu á fyrsta tímabili sínu hjá Ferrari. Hann var níu sinnum á rásspól tímabilið 1974.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð tæpri hálfri sekúndu á eftir Leclerc. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji, Max Verstappen á Red Bull fjórði og Valteri Bottas á Mercedes, fimmti.

Hamilton er efstur í keppni ökuþóra um heimsmeistaratitilinn. Hann er með 296 stig, 65 stigum meira en Bottas sem er í 2. sætinu. Leclerc og Verstappen eru jafnir í 3. sæti, 96 stigum á eftir Hamilton þegar sjö umferðir eru eftir.

Bein útsending frá Rússlandskappakstrinum byrjar hefst á Stöð 2 Sport rétt fyrir klukkan 11:00 á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.