Viðskipti innlent

West Seafood á Flateyri gjaldþrota

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Flateyri þar sem búa um 200 manns.
Frá Flateyri þar sem búa um 200 manns. fréttablaðið/sigtryggur ari
Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. Alls eiga yfir þrjátíu einstaklingar kröfur á fyrirtækið sem ná allt að átján mánuði aftur í tímann að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV.Sigurður Örn Arnarson, stjórnarformaður West Seafood, vildi ekki tjá sig um gjaldþrotið þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld.Þá hefur Vísir ekki náð tali af Finnboga Sveinbjörnssyni, formanni Verkalýðsfélags Vestfirðinga, en hann sagði í fréttum RÚV skuld West Seafood við 32 félagsmenn vera tíu til fjórtán milljónir.„Þetta eru bara bein vinnulaun. Það er fyrir utan annað sem fylgir með. Við erum að safna gögnum núna til að fá heildarmyndina skýrar á blað,“ sagði Finnbogi.Sjö voru á launaskrá hjá West Seafood þegar fyrirtækið fór í þrot en þegar mest var störfuðu þar fimmtán manns.Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú West Seafood rennur út í nóvember.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.