Formúla 1

Kubica hættir hjá Williams

Bragi Þórðarson skrifar
Kubica greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann muni ekki keyra fyrir Williams á næsta ári.
Kubica greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann muni ekki keyra fyrir Williams á næsta ári. Getty
Pólverjinn Robert Kubica mun ekki aka fyrir Williams liðið á næsta ári. Það eru allar líkur á að Kubica er því að hætta í Formúlu 1 en árangur Pólverjans hefur ekki verið á pari í ár.

Endurkoma Pólverjans í Formúlu 1 í ár var ein sú magnaðasta í íþróttasögunni eftir hrottalegt rallýslys sem Kubica lenti í árið 2011.

,,Þetta ár hefur tekið mjög á, við höfum ekki verið með nægilega góðan bíl sem gerir endurkomuna enn erfiðari'' sagði Kubica á blaðamannafundi fyrir Singapúr kappaksturinn.

Kubica hefur regulega verið hægari en ungi og efnilegi liðsfélagi sinn, George Russel, en það var þó Robert sem nældi í eina stigið sem Williams liðið hefur fengið á tímabilinu.

Óvíst er hvort að Kubica haldi áfram í Formúlu 1 en Pólverjinn segir þetta opna marga möguleika fyrir hann á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×