Gjaldeyrishöft lögð á í Argentínu Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 07:57 Verð á kjöti og öðrum nauðsynjum hefur farið hækkandi vegna fjármálakreppunnar í Argentínu. Vísir/EPA Ríkisstjórn Argentínu hefur lagt á gjaldeyrishöft til að bregðast við dýpkandi fjármálakreppu þar í landi. Gengi argentínska pesóans hefur hríðfallið að undanförnu og eiga höftin að vera í gildi til ársloka. Stjórnvöld reyna ennfremur að fresta endurgreiðslum á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tilkynnt var um takmarkanir á kaupum á erlendum gjaldeyri í gær. Ríkisstjórnin sagði höftin nauðsynleg til þess að tryggja að hagkerfi landsins héldi áfram að virka, halda uppi atvinnustigi og vernda neytendur. Argentínsk fyrirtæki þurfa nú að fá leyfi frá seðlabanka landsins til að selja pesóa til að kaupa gjaldeyri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að margir Argentínumenn hafi tekið sparifé sitt út úr bönkum um helgina af ótta við að ríkissjóður lenti í greiðsluþroti. Margir landsmenn hafa litla tiltrú á gjaldmiðlinum og skipta pesóum gjarnan strax yfir í bandaríska dollara. Með gjaldeyrishöftunum þarf að sækja um leyfi til að kaupa meira en tíu þúsund dollara á mánuðu, jafnvirði um 1,2 milljóna íslenskra króna. Argentína hefur glímt við fjármálakreppu undanfarin misseri en hún ágerðist eftir að Mauricio Macri, forseti, beið ósigur í forkosningum fyrir forsetakosningar í síðasta mánuði. Gengi pesóans hrundi í kjölfarið. Forsetakosningarnar fara fram í október. Verðbólga mældist 22% á fyrri helmingi ársins og hagkerfið dróst saman um 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins. Áætlað er að um þrjár milljónir Argentínumanna hafi lent undir fátæktarmörkum undanfarið ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði Argentínu 56 milljarða dollara í fyrra. Forsvarsmenn hans segjast ætla að vinna náið með argentínskum stjórnvöldum í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin voru lögð á. Argentína Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ríkisstjórn Argentínu hefur lagt á gjaldeyrishöft til að bregðast við dýpkandi fjármálakreppu þar í landi. Gengi argentínska pesóans hefur hríðfallið að undanförnu og eiga höftin að vera í gildi til ársloka. Stjórnvöld reyna ennfremur að fresta endurgreiðslum á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tilkynnt var um takmarkanir á kaupum á erlendum gjaldeyri í gær. Ríkisstjórnin sagði höftin nauðsynleg til þess að tryggja að hagkerfi landsins héldi áfram að virka, halda uppi atvinnustigi og vernda neytendur. Argentínsk fyrirtæki þurfa nú að fá leyfi frá seðlabanka landsins til að selja pesóa til að kaupa gjaldeyri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að margir Argentínumenn hafi tekið sparifé sitt út úr bönkum um helgina af ótta við að ríkissjóður lenti í greiðsluþroti. Margir landsmenn hafa litla tiltrú á gjaldmiðlinum og skipta pesóum gjarnan strax yfir í bandaríska dollara. Með gjaldeyrishöftunum þarf að sækja um leyfi til að kaupa meira en tíu þúsund dollara á mánuðu, jafnvirði um 1,2 milljóna íslenskra króna. Argentína hefur glímt við fjármálakreppu undanfarin misseri en hún ágerðist eftir að Mauricio Macri, forseti, beið ósigur í forkosningum fyrir forsetakosningar í síðasta mánuði. Gengi pesóans hrundi í kjölfarið. Forsetakosningarnar fara fram í október. Verðbólga mældist 22% á fyrri helmingi ársins og hagkerfið dróst saman um 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins. Áætlað er að um þrjár milljónir Argentínumanna hafi lent undir fátæktarmörkum undanfarið ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði Argentínu 56 milljarða dollara í fyrra. Forsvarsmenn hans segjast ætla að vinna náið með argentínskum stjórnvöldum í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin voru lögð á.
Argentína Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent