Viðskipti innlent

Flugbjörgunarsveitarmaður til Pipar/TBWA

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Friðrik Gunnar Kristjánsson
Friðrik Gunnar Kristjánsson Aðsend
Friðrik Gunnar Kristjánsson hefur verið ráðinn til auglýsingastofunnar Pip­ar\TBWA. Þar mun hann sinna starfi vefbirtinga og samfélagsmiðlaráðgjafa.Friðrik starfaði áður sem sérfræðingur í markaðsmálum hjá atvinnuleitarmiðlinum Alfreð og þar áður sem markaðsstjóri hjá Heimkaup, að því er fram kemur í tilkynningu þar sem greint er frá ráðningu hans.Þar eru áhugamáls hans jafnframt rakin; útvist, bílar, ferðalög og flugvélar eru sögð eiga hug hans allan - „sem endurspeglast í því að hann er með einkaflugmannsréttindi og er björgunarsveitarmaður hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Þar er hann sérhæfður leitarmaður í straumvatnsbjörgun. Hann stýrir dróna með hitamyndavél og sér einnig um flota breyttra björgunartækja Flugbjörgunarsveitarinnar,“ að því er segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,57
13
108.045
EIK
1,56
3
46.561
ARION
1,01
9
128.645
HAGA
1,01
6
90.126
SKEL
0,65
6
104.251

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,21
35
15.820
ORIGO
-0,35
3
39.210
EIM
-0,19
6
13.518
BRIM
0
2
6.348
SIMINN
0
6
90.798
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.