Viðskipti innlent

Flugbjörgunarsveitarmaður til Pipar/TBWA

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Friðrik Gunnar Kristjánsson
Friðrik Gunnar Kristjánsson Aðsend

Friðrik Gunnar Kristjánsson hefur verið ráðinn til auglýsingastofunnar Pip­ar\TBWA. Þar mun hann sinna starfi vefbirtinga og samfélagsmiðlaráðgjafa.

Friðrik starfaði áður sem sérfræðingur í markaðsmálum hjá atvinnuleitarmiðlinum Alfreð og þar áður sem markaðsstjóri hjá Heimkaup, að því er fram kemur í tilkynningu þar sem greint er frá ráðningu hans.

Þar eru áhugamáls hans jafnframt rakin; útvist, bílar, ferðalög og flugvélar eru sögð eiga hug hans allan - „sem endurspeglast í því að hann er með einkaflugmannsréttindi og er björgunarsveitarmaður hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Þar er hann sérhæfður leitarmaður í straumvatnsbjörgun. Hann stýrir dróna með hitamyndavél og sér einnig um flota breyttra björgunartækja Flugbjörgunarsveitarinnar,“ að því er segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.