Fjórtán starfsmönnum sagt upp hjá ÍSAM Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2019 16:35 Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Fyrirtækið á Mylluna, Ora, Kexsmiðjuna og Frón. Mynd/Samsett Fjórtán starfsmönnum var sagt upp hjá fyrirtækinu ÍSAM um síðustu mánaðamót. Þetta staðfestir Hermann Stefánsson forstjóri ÍSAM í svari við fyrirspurn Vísis. Starfsmennirnir unnu í mörgum deildum fyrirtækisins, svo sem við framleiðslu, sölu, dreifingu og á skrifstofu. Hermann segir uppsagnirnar lið í því að snúa taprekstri undanfarinna ára við. Unnið sé að breyttu skipulagi fyrirtækisins með það að leiðarljósi að „draga úr kostnaði, skerpa á fókus í rekstrinum og gera ÍSAM betur í stakk búið að starfa á krefjandi samkeppnismarkaði.“Sjá einnig: Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ein hagræðingarleiðin felist til að mynda í því að flytja stóran hluta starfseminnar á einn stað á Korputorgi en höfuðstöðvar ÍSAM eru að Tunguhálsi 11. Alls starfa um 400 manns hjá ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexsmiðjuna og Frón. Í apríl síðastliðnum sætti ÍSAM mikilli gagnrýni af hálfu forkólfa innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að fyrirtækið boðaði verðhækkanir, yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið var hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins. Hermann Stefánsson forstjóri tjáði Vísi á sínum tíma að tölvupósturinn hefði vissulega verið óheppilega tímasettur. Hann sagði þó að fyrirtækinu væri nauðugur kostur að hækka verð á vörum sínum í ljósi samkeppnisstöðu íslensks framleiðsluiðnaðar. Í júní síðastliðnum var svo greint frá því að hluthafar hefðu lagt ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tap fyrirtækisins jókst um 310 milljónir króna á milli ára. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. 24. apríl 2019 20:00 Lögðu ÍSAM til 800 milljónir Hluthafar lögðu ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára. 5. júní 2019 08:30 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Fjórtán starfsmönnum var sagt upp hjá fyrirtækinu ÍSAM um síðustu mánaðamót. Þetta staðfestir Hermann Stefánsson forstjóri ÍSAM í svari við fyrirspurn Vísis. Starfsmennirnir unnu í mörgum deildum fyrirtækisins, svo sem við framleiðslu, sölu, dreifingu og á skrifstofu. Hermann segir uppsagnirnar lið í því að snúa taprekstri undanfarinna ára við. Unnið sé að breyttu skipulagi fyrirtækisins með það að leiðarljósi að „draga úr kostnaði, skerpa á fókus í rekstrinum og gera ÍSAM betur í stakk búið að starfa á krefjandi samkeppnismarkaði.“Sjá einnig: Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ein hagræðingarleiðin felist til að mynda í því að flytja stóran hluta starfseminnar á einn stað á Korputorgi en höfuðstöðvar ÍSAM eru að Tunguhálsi 11. Alls starfa um 400 manns hjá ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexsmiðjuna og Frón. Í apríl síðastliðnum sætti ÍSAM mikilli gagnrýni af hálfu forkólfa innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að fyrirtækið boðaði verðhækkanir, yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið var hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins. Hermann Stefánsson forstjóri tjáði Vísi á sínum tíma að tölvupósturinn hefði vissulega verið óheppilega tímasettur. Hann sagði þó að fyrirtækinu væri nauðugur kostur að hækka verð á vörum sínum í ljósi samkeppnisstöðu íslensks framleiðsluiðnaðar. Í júní síðastliðnum var svo greint frá því að hluthafar hefðu lagt ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tap fyrirtækisins jókst um 310 milljónir króna á milli ára.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. 24. apríl 2019 20:00 Lögðu ÍSAM til 800 milljónir Hluthafar lögðu ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára. 5. júní 2019 08:30 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06
Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. 24. apríl 2019 20:00
Lögðu ÍSAM til 800 milljónir Hluthafar lögðu ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára. 5. júní 2019 08:30