Viðskipti erlent

Kínverjar kæra Bandaríkin til WTO vegna tolla

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Xi Jinping, aðalritari og leiðtogi Kína.
Xi Jinping, aðalritari og leiðtogi Kína. Nordicphotos/Getty

Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram kvörtun hjá Alþjóðaviðskiptamálastofnuninni (WTO) vegna framferðis Bandaríkjamanna. Þetta staðfestu fulltrúar kínverska viðskiptaráðuneytisins í gær.

Bandaríkjamenn hófu síðastliðinn sunnudag að leggja 15 prósenta toll á fjölda kínverskra vara. Kínverjar brugðust við því með nýjum álögum á innflutning á bandarískri hráolíu.

Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar hafa tollar Bandaríkjamanna áhrif á innflutning sem nemur um 300 milljörðum dollara. Ekki fengust frekari upplýsingar um kæruna til WTO en Kínverjar telja aðgerðir Bandaríkjamanna í andstöðu við samkomulag sem þjóðirnar náðu í Osaka.

Bandarísk stjórnvöld segja aðgerðirnar hins vegar viðbrögð við þjófnaði Kínverja á hugverkum sem samningar WTO nái ekki yfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.