Formúla 1

Leclerc á rásspól í fjórða sinn á tímabilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leclerc fagnar.
Leclerc fagnar. vísir/getty

Charles Leclerc á Ferrari verður á rásspól í Monza-kappakstrinum á morgun. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem hinn 21 árs Lecrec verður á rásspól.


Mikið gekk á undir lok tímatökunnar þar sem óreiðan var allsráðandi.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og samherji hans, Valtteri Bottas, þriðji.

Carlos Sainz á McLaren varð fjórði í tímatökunni og Alexander Albon á Red Bull fimmti.

Leclerc vann belgíska kappaksturinn um síðustu helgi og vill eflaust bæta öðrum sigri við á heimavelli á morgun.


Tengdar fréttir

Upphitun: Ferrari á heimavelli um helgina

Fjórtándi Formúlu 1 kappakstur ársins fer fram á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Ferrari verða á heimavelli og eftir sigur í Belgíu er liðið vongott um góð úrslit á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.