Viðskipti innlent

Hættir hjá Arion banka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Arion banka.
Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Arion banka.
Jónína S. Lárusdóttir framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka hefur ákveðið að hætta störfum hjá bankanum. Svo segir í tilkynningu frá bankanum.Jónína hefur verið framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og setið í framkvæmdastjórn bankans í um níu ár eða frá nóvember 2010. Hún mun láta af störfum föstudaginn 13. september næstkomandi.„Það hefur verið mikill fengur fyrir Arion banka að hafa notið reynslu og þekkingar Jónínu síðastliðin níu ár. Ég vil þakka henni góð störf í þágu bankans og óska henni velfarnaðar í framtíðinni,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.