Viðskipti innlent

FoodCo og Gleðipinnar sameinast

Sylvía Hall skrifar
Jóhannes Ásbjörnsson, einn fimm eiganda nýja félagsins.
Jóhannes Ásbjörnsson, einn fimm eiganda nýja félagsins. Vísir/Eyþór

Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Jóhannes Ásbjörnsson sem er einn fimm eigenda nýja félagsins.

FoodCo og Gleðipinnar reka samtals tíu veitingastaði sem eru flestum landsmönnum kunnugir. Staðirnir sem um ræðir eru Aktu-taktu, American Style, Blackbox, Eldsmiðjan, Hamborgarafabrikkan, Kaffivagninn, Pítan, Roadhouse, Saffran og Shake & Pizza.

Sjá einnig: Múlakaffi og Jói kaupa Blackbox

Að sögn Jóhannesar mun sameinaða félagið vera á pari við nokkur önnur veitingafyrirtæki, með um það bil fimm til sex prósenta hlutdeild af heildarmarkaðnum. Jóhannes segir fyrirtækin vera með ólíka styrkleika sem munu efla sameinaða félagið til muna.

FoodCo hefur mikla reynslu af rekstri veitingastaða og liggja styrkleikar Gleðipinna einna helst í markaðsmálum. Því lítur hann svo á að 1+1 verði 3 í þessari jöfnu.

Þá segist hann vera spenntur fyrir komandi tímum þar sem nú sé stefnt að því að efla bæði gæði matar og þjónustu hjá umræddum veitingastöðum og það verði vandað vel til verka. Samruninn muni jafnframt leiða til stjórnunarlegs hagræðis, vörumerkjunum til góðs.


Tengdar fréttir

Múlakaffi og Jói kaupa Blackbox

Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.