Viðskipti innlent

Fyrstu hundrað gestir laugardagsins fljúga frítt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gestir í sýndarflugferð yfir Íslandi.
Gestir í sýndarflugferð yfir Íslandi. Flyover Iceland

FlyOver Iceland hefur starfsemi sína hér á landi í dag. Afþreyingin er að kanadískri fyrirmynd en sýningin FlyOver Canada hefur notið vinsælda í Vancouver. Líkt og þar gefst gestum hér á landi kostur á að fara í sýndarflugferð yfir stórbrotna náttúru Íslands.

„Sérsmíðuð sæti lyftast og hreyfast með myndinni sem gefur áhorfandanum þá tilfinningu að hann svífi yfir landið. Notast er við nýjustu tækni í kvikmyndagerð til að gefa sem sannasta mynd af stórkostlegu landslagi Íslands. Vindur, hljóð og lykt virkja skilningarvitin og auka á upplifunina,“ segir í tilkynningu.

Auk flugsins eru tvær margmiðlunarsýningar í húsinu, Langhúsið og Brunnur Tímans. Sýningarnar voru hannaðar af kanadíska hugmyndahúsinu Moment Factory og settar upp á Íslandi með aðstoð IRMA Studio.

Frá húsnæði FlyOver Iceland á Granda. FlyOver Iceland

Eva Eiríksdóttir, kynningar- og markaðsstjóri hjá félaginu, segir að um sé að ræða fjárfestingu upp á 3,5 milljarða króna. Flyover Iceland sé dótturfélag Esju Attractions sem sé aftur í eigu Pursuit Collections, einingar undir Viad Corp., en einnig í eigu íslenskra og erlendra fjárfesta.

Auk flugsins eru tvær margmiðlunarsýningar í húsinu sem er 2700 fermetrar að stærð. Sýningarnar, Langhúsið og Brunnur Tímans, voru hannaðar af kanadíska hugmyndahúsinu Moment Factory og settar upp á Íslandi með aðstoð IRMA Studio.

Á heimasíðu félagsins kemur fram að fjögur þúsund krónur kostar að upplifa flugið yfir Ísland en helmingi ódýrara er fyrir börn.

Ísland í dag kynnti sér FlyOver Iceland fyrr í sumar og má sjá umfjöllunina hér að neðan.

Klippa: Ísland í dag - Upplifðu náttúru Íslands upp á nýtt


Tengdar fréttir

Svifið yfir Íslandi án þess að færa sig úr stað

Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.