Ljóst fyrir áramót hvort Icelandair velji Airbus Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 18:45 Starfshlutfall hjá um fimmtungi flugmanna hjá Icelandair verður lækkað niður í fimmtíu prósent í fjóra mánuði. Aðgerðir flugfélagsins koma til vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna. Forstjóri félagsins segir ekki liggja fyrir hvenær eða hversu háar bætur félagið muni fá frá Boeing en að viðræður séu í gangi. Breytingarnar taka gildi fyrsta desember næstkomandi og standa til fyrsta apríl á næsta ári. Aðgerðirnar ná til um hundrað og fimmtíu flugmanna, en hundrað og ellefu þeirra fá skert starfshlutfall og þrjátíu flugstjórar færast niður í stöðu flugmanns. Kyrrsetning MAX flugvélanna hefur haft mikil áhrif á rekstur Icelandair en upphaflega gerði flugfélagi ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári.Eruð þið að fara sjá fyrir endann á erfiðleikunum vegna Max-vélanna? „Við vonumst til þess og reiknum með því að MAX-vélarnar verði farnar að fljúga í byrjun næsta árs, í janúar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Áttu að hefja þjálfun á MAX vélarnar eftir áramót Kyrrsetningin MAX-vélanna felur einnig í sér óvissu um afhendingu fimm nýrra MAX-véla sem áttu að koma snemma á næsta ári. Hluti þeirra flugmanna sem átti að fljúga þeim átti að hefja æfingar eftir áramót. „Þetta er ekki skemmtilegt að tilkynna okkar starfsfólki um þessar breytingar sem við vorum að gera núna en við áttum fund áðan og hljóðið var bærilegt,“ segir Bogi og bætir við að flugmenn Icelandair hafi sýnt mikla tryggð við félagið þegar verr árar eins og nú og vonast til að missa þá ekki frá sér vegna breytinganna. Bogi segir einnig að ekki sé ljóst hversu háar bætur Boeing muni greiða Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna eða hvenær þær komi til greiðslu. Viðræður þess efnis fara fram þessa daganna. Einnig er það til skoðunar að langtímafloti félagsins verði jafnvel undir merkjum Airbus. „Við höfum átt í viðræðum við Airbus og Boeing varðandi langtíma flota félagsins og þær viðræður standa þannig að við stefnum að því að taka ákvörðun fyrir lok þessa ársfjórðungs en auðvitað hefur þetta svokallaða MAX-mál áhrif á þetta verkefni líka,“ segir Bogi. Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Starfshlutfall hjá um fimmtungi flugmanna hjá Icelandair verður lækkað niður í fimmtíu prósent í fjóra mánuði. Aðgerðir flugfélagsins koma til vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna. Forstjóri félagsins segir ekki liggja fyrir hvenær eða hversu háar bætur félagið muni fá frá Boeing en að viðræður séu í gangi. Breytingarnar taka gildi fyrsta desember næstkomandi og standa til fyrsta apríl á næsta ári. Aðgerðirnar ná til um hundrað og fimmtíu flugmanna, en hundrað og ellefu þeirra fá skert starfshlutfall og þrjátíu flugstjórar færast niður í stöðu flugmanns. Kyrrsetning MAX flugvélanna hefur haft mikil áhrif á rekstur Icelandair en upphaflega gerði flugfélagi ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári.Eruð þið að fara sjá fyrir endann á erfiðleikunum vegna Max-vélanna? „Við vonumst til þess og reiknum með því að MAX-vélarnar verði farnar að fljúga í byrjun næsta árs, í janúar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Áttu að hefja þjálfun á MAX vélarnar eftir áramót Kyrrsetningin MAX-vélanna felur einnig í sér óvissu um afhendingu fimm nýrra MAX-véla sem áttu að koma snemma á næsta ári. Hluti þeirra flugmanna sem átti að fljúga þeim átti að hefja æfingar eftir áramót. „Þetta er ekki skemmtilegt að tilkynna okkar starfsfólki um þessar breytingar sem við vorum að gera núna en við áttum fund áðan og hljóðið var bærilegt,“ segir Bogi og bætir við að flugmenn Icelandair hafi sýnt mikla tryggð við félagið þegar verr árar eins og nú og vonast til að missa þá ekki frá sér vegna breytinganna. Bogi segir einnig að ekki sé ljóst hversu háar bætur Boeing muni greiða Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna eða hvenær þær komi til greiðslu. Viðræður þess efnis fara fram þessa daganna. Einnig er það til skoðunar að langtímafloti félagsins verði jafnvel undir merkjum Airbus. „Við höfum átt í viðræðum við Airbus og Boeing varðandi langtíma flota félagsins og þær viðræður standa þannig að við stefnum að því að taka ákvörðun fyrir lok þessa ársfjórðungs en auðvitað hefur þetta svokallaða MAX-mál áhrif á þetta verkefni líka,“ segir Bogi.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15
111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48