Viðskipti erlent

Nýr iPhone verður kynntur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty

Tækniblaðamenn víða um heim fengu í gær boðskort frá Apple og fékkst þar staðfest að fyrirtækið hefur boðað til kynningarfundar þann 10. september næstkomandi í höfuðstöðvunum í Cupertino, Bandaríkjunum.

Fastlega er búist við því að stærsta kynningin verði nýjasti síminn í iPhone-línunni, það er að segja iPhone 11. Samkvæmt Techcrunch er búist við því að þrjár útgáfur verði kynntar. Ein hefðbundin og svo tvær mismunandi sem deila viðskeytinu „pro“. Verða það dýrari símar línunnar.

Þótt ekki liggi fyrir hvernig 11 verður frábrugðinn XS hefur verið orðrómur á kreiki um nýja og öflugri örflögu, þrefalda myndavél og að síminn geti hlaðið aukatæki á borð við AirPods þráðlaust. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.