Íslenski boltinn

KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
KR-ingar geta fagnað í kvöld.
KR-ingar geta fagnað í kvöld. vísir/bára
KR getur orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í 27. í kvöld vinni liðið ÍA á heimavelli og Breiðablik tapi fyrir Fylki í Kópavoginum.

KR er á toppi deildarinnar með 40 stig og þeir fá ÍA í heimsókn í Vesturbæinn. Skagamenn eru í 7. sætinu með 25 stig eftir mikilvægan sigur í síðustu umferð.

Breiðablik er í öðru sætinu með 33 stig og þeir fá Fylki í heimsókn í kvöld. Tapi þeir þeim leik og vinni KR eru KR-ingar Íslandsmeistarar í 27. sinn.

Fyrsti titill KR kom árið 1912 og síðan þá hafa titlarnir orðið 25. Síðasti titill kom árið 2013 en þá var einmitt Rúnar Kristinsson einnig þjálfari KR.

Tveir aðrir leikir eru í dag; Valsmenn sækja Eyjamenn heim. ÍBV eru fallnir en Valsmenn berjast um Evrópusæti. Þetta er annar af tveimur leikjunum sem hefjast klukkan 16.00.

HK og Víkingur mætast svo í Kórnum klukkan 16.00. Víkingar eru fjórum stigum frá fallsæti í tíunda sætinu en HK er í 6. sætinu með 25 stig.

Báðir leikirnir í toppbaráttunni; leikurinn í Vesturbænum og Kópavoginum verða í beinni útsendingu en Pepsi Max-mörkin hefjast svo klukkan 21.15.

Leikir dagsins:

16.00 ÍBV - Valur

16.00 HK - Víkingur R.

17.00 KR - ÍA (Í beinni á Stöð 2 Sport)

19.15 Breiðablik - Fylkir (Í beinni á Stöð 2 Sport)

21.15 Pepsi Max-mörkin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×