Viðskipti innlent

Baron með yfir tveggja milljarða hlut í Marel 

Hörður Ægisson skrifar
Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Baron Capital Management, sem var stofnað af milljarðamæringnum Ron Baron, keypti um hálfs prósents eignarhlut í Marel í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í júní. Þetta má lesa út úr nýju árshlutauppgjöri bandaríska félagsins en í lok júní átti sjóðurinn Baron Growth Fund, sem er stýrt af Ron Baron, rúmlega 4,1 milljón hluta í Marel og er markaðsvirði þess eignahlutar í dag um 2,4 milljarðar íslenskra króna.Í fréttabréfi til sjóðsfélaga Baron Capital er sérstaklega vikið að fjárfestingu sjóðsins í Marel og þeim tækifærum sem sjóðsstjórar telja að Marel standi frammi fyrir. Þannig búast þeir við því að EBIT-framlegð fyrirtækisins muni halda áfram að aukast samhliða sterkum tekjuvexti. Á það er bent að hlutfall EBIT-framlegðar af sölu á búnaði sem er notaður til vinnslu á kjúklingi sé nú um tuttugu prósent á meðan hlutfallið sé um tíu prósent í öðru kjöti og fiski. Vænta þeir þess að framlegðin í kjúklingi muni batna enn frekar og að afkoman í kjöti verði að lokum sambærileg og í kjúklingi.Baron Capital er með eignir í stýringu að jafnvirði um þrjátíu milljarða Bandaríkjadala.Í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, sem var efnt til samhliða skráningu félagsins í kauphöllina í Amsterdam í júní, voru 100 milljónir nýrra hluta seldar á genginu 3,7 evrur á hlut, jafnvirði um 51 milljarðs króna á núverandi gengi. Frá skráningu á markað í Hollandi hefur hlutabréfaverð Marels hækkað um liðlega fjórtán prósent og er markaðsvirði félagsins í dag um 443 milljarðar króna.Fjöldi alþjóðlegra fjárfesta í hluthafahópi Marels hefur margfaldast frá því í ársbyrjun 2018. Samanlagður eignarhlutur þeirra í félaginu hefur þannig aukist á tímabilinu úr þremur prósentum í um þrjátíu prósent.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
1,19
1
6.148
SJOVA
0,49
6
37.526
VIS
0,19
8
70.298
EIM
0
1
94
ICESEA
0
2
220

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
18
3.918
REGINN
-2,22
6
349.148
ARION
-1,85
17
133.874
EIK
-1,81
4
31.967
SKEL
-1,13
7
79.670
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.