Meiri einhugur um framtíðarstefnuna Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Vísir Stjórnarformaður Brims segir að eftir sölu Gildis á stórum hlut í fyrirtækinu til FISK Seafood megi vænta þess að meiri einhugur verði í hluthafahópi sjávarútvegsfyrirtækisins um framtíðarstefnu þess. FISK Seafood, eins og Brim, sjái tækifæri í aukinni sölustarfsemi í Asíu. Eins og Markaðurinn greindi frá í byrjun vikunnar keypti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. „Mér finnst þessi sala í raun og veru rökrétt í ljósi þess að þeir voru ósáttir. Brim er á markaði til að fólk geti keypt og selt hlutabréfin að vild og það er ekki annað hægt en að virða þá ákvörðun hluthafa um að selja sig út,“ segir Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims, í samtali við Markaðinn. Kristján kom inn í stjórn Brims í vor en hann var forstjóri og aðstoðarforstjóri fyrirtækisins á árunum á árunum 2003-2005. „Í leiðinni verð ég að fagna því að fá sterkan aðila úr sjávarútveginum sem hefur mikla reynslu, þekkingu og skilning á því hvernig maður rekur sjávarútvegsfyrirtæki í útflutningi.“ Sala Gildis kemur í kjölfar þess að kaup Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína var samþykkt á hluthafafundi félagsins síðustu viku. Seljandinn ver ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Gildi greiddi atkvæði gegn tillögunni og hafði gagnrýnt hana í aðdraganda fundarins. Kristján leiðir líkur að því að ein af ástæðunum að baki því að FISK Seafood kom inn í hluthafahóp Brims séu tækifærin sem felast í öflugu markaðsstarfi í Asíu. „Það má gera sér í hugarlund að þeir sjái það sem styrkleika að Brim, til viðbótar við að vera sjávarútvegsfyrirtæki sem þeir þekkja og skilja, er eftir kaupin í mjög sterkri stöðu á mjög mikilvægum mörkuðum fyrir sjávarfang sem verða enn mikilvægari í framtíðinni,“ segir Kristján. „Það er augljóst mál að Asíumarkaðir eru ekki bara stærstu sjávarfangsmarkaðir í heimi heldur felast þar einnig gífurleg tækifæri í framtíðinni og ekki síst vegna þess að Ísland er með fríverzlunarsamning við Kína. Þetta eru fjölmennir markaðir og lífskjaravöxturinn hefur lyft hundruðum milljóna úr fátækt á skömmum tíma.“ Spurður um ákvörðun hvort að hvarf Gildis og innkoma FISK Seafood auðveldi mótun framtíðarstefnu segir Kristján að vænta megi þess að meiri einhugur verði í hluthafahópnum. „Það má vænta þess þegar hluthafi, sem er sá eini sem hefur, að mér virðist, verið ósáttur við þessa stefnu er farinn út og inn er kominn annar, sem kaupir sig inn í fyrirtækið og kaupir stefnu þess með. Að þá verði meiri einhugur í hluthafahópnum,“ segir Kristján. FISK Seafood er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með tæplega 5,3 prósenta aflahlutdeild á meðan hlutdeild Brims, sem er með mestu aflahlutdeild allra íslenskra útgerða, mældist 9,76 prósent í mars síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Stjórnarformaður Brims segir að eftir sölu Gildis á stórum hlut í fyrirtækinu til FISK Seafood megi vænta þess að meiri einhugur verði í hluthafahópi sjávarútvegsfyrirtækisins um framtíðarstefnu þess. FISK Seafood, eins og Brim, sjái tækifæri í aukinni sölustarfsemi í Asíu. Eins og Markaðurinn greindi frá í byrjun vikunnar keypti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. „Mér finnst þessi sala í raun og veru rökrétt í ljósi þess að þeir voru ósáttir. Brim er á markaði til að fólk geti keypt og selt hlutabréfin að vild og það er ekki annað hægt en að virða þá ákvörðun hluthafa um að selja sig út,“ segir Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims, í samtali við Markaðinn. Kristján kom inn í stjórn Brims í vor en hann var forstjóri og aðstoðarforstjóri fyrirtækisins á árunum á árunum 2003-2005. „Í leiðinni verð ég að fagna því að fá sterkan aðila úr sjávarútveginum sem hefur mikla reynslu, þekkingu og skilning á því hvernig maður rekur sjávarútvegsfyrirtæki í útflutningi.“ Sala Gildis kemur í kjölfar þess að kaup Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína var samþykkt á hluthafafundi félagsins síðustu viku. Seljandinn ver ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Gildi greiddi atkvæði gegn tillögunni og hafði gagnrýnt hana í aðdraganda fundarins. Kristján leiðir líkur að því að ein af ástæðunum að baki því að FISK Seafood kom inn í hluthafahóp Brims séu tækifærin sem felast í öflugu markaðsstarfi í Asíu. „Það má gera sér í hugarlund að þeir sjái það sem styrkleika að Brim, til viðbótar við að vera sjávarútvegsfyrirtæki sem þeir þekkja og skilja, er eftir kaupin í mjög sterkri stöðu á mjög mikilvægum mörkuðum fyrir sjávarfang sem verða enn mikilvægari í framtíðinni,“ segir Kristján. „Það er augljóst mál að Asíumarkaðir eru ekki bara stærstu sjávarfangsmarkaðir í heimi heldur felast þar einnig gífurleg tækifæri í framtíðinni og ekki síst vegna þess að Ísland er með fríverzlunarsamning við Kína. Þetta eru fjölmennir markaðir og lífskjaravöxturinn hefur lyft hundruðum milljóna úr fátækt á skömmum tíma.“ Spurður um ákvörðun hvort að hvarf Gildis og innkoma FISK Seafood auðveldi mótun framtíðarstefnu segir Kristján að vænta megi þess að meiri einhugur verði í hluthafahópnum. „Það má vænta þess þegar hluthafi, sem er sá eini sem hefur, að mér virðist, verið ósáttur við þessa stefnu er farinn út og inn er kominn annar, sem kaupir sig inn í fyrirtækið og kaupir stefnu þess með. Að þá verði meiri einhugur í hluthafahópnum,“ segir Kristján. FISK Seafood er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með tæplega 5,3 prósenta aflahlutdeild á meðan hlutdeild Brims, sem er með mestu aflahlutdeild allra íslenskra útgerða, mældist 9,76 prósent í mars síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira