Viðskipti innlent

Innkalla diskasett frá Sophie la girafe

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Varan sem um ræðir.
Varan sem um ræðir.

Skjaldbaka.is hefur, í samráði við matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað vöruna  Coffret repas naturel - Natural Meal time set frá Sophie la girafe vegna þess að of hátt flæði af melamíni mældist úr vörunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu en eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Vulli - Sophie la girafe                                             
Vörulína: So Pure
Vöruheiti: Coffret repas naturel, Natural Meal time set
Vörulýsing: diskasett úr plasti sem samanstendur af diski, skál, bolla og skeið.
Strikanúmer: 3056562201246                                                      
Lotunúmer: 897275
Framleiðsluland: Kína
Innflytjandi: skjaldbaka.is
Dreifing: www.heimkaup.is og Lyf & Heilsa.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að hætta notkun hennar og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá skjaldbaka.is, s. 8476630 eða í tölvupósti: skjaldbaka@skjaldbaka.isAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.