Spilaði undir bónorði á meðan sjö rollur fylgdust með Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 22. ágúst 2019 07:30 Grímur segir það hafa hjálpað mikið að hafa flutt til Danmerkur, þá hafi hann haft meira þor til að spila opinberlega enda þekkt fáa þar. Fréttablaðið/Valli Tónlistarmaðurinn og sálfræðineminn Grímur Gunnarsson er nýfluttur til landsins frá Danmörku. Hann er Hólmvíkingur í húð og hár. „Já, ég er landsbyggðarstrákur,“ segir Grímur. Í dag kemur út lagið Close Enough með Grími, en hann heldur upp á útgáfuna í kvöld með tónleikum á Vínyl Bistro á Hverfisgötu. „Ég er bara nýkominn heim og svona aðeins að reyna að koma mér inn í íslensku tónlistarsenuna. Þetta var allt öðruvísi úti því þar gat maður sent fimmtíu tölvupósta á tónleikastaði og fékk svo kannski svar frá fimm. Hérna heima snýst þetta aðeins meira um tengslanetið.“ Hann segir að það að hafa flutt út hafi aukið þorið til að spila tónlistina sína opinberlega, enda hafi enginn þekkt hann þar og því áhættan minni. „Í næsta mánuði er ég svo á leiðinni út að spila á tónleikum og tónlistarhátíð,“ segir hann, svo ljóst er að tónlist Gríms hefur náð ágætlega til Dana. „Ég spila indítónlist sem er létt til hlustunar. Því miður er ég ekki sextán ára rappari, þá væri kannski auðveldara fyrir mig að koma mér á framfæri,“ segir Grímur hlæjandi og heldur áfram: „Þá væri ég kannski kominn með helling af spilunum á Spotify.“ Grímur byrjaði að spila af alvöru fyrir þremur árum. „Ég var alltaf með tónleika í kringum jólin fyrir vini og vandamenn í mörg ár. Þá samdi ég alltaf nýtt lag fyrir hver jól. Þegar ég var kominn með ágætis bunka hugsaði ég að það væri kominn tími til að láta reyna á þetta.“ Í síðustu viku lenti Grímur í nokkuð skemmtilegri lífsreynslu í kjölfar tónleika sem hann hélt í Frystiklefanum á Rifi. „Eftir tónleikana nálgaðist mig einn áhorfendanna. Hann var frá Sviss og hvíslar að mér í flýti: „Þetta voru geggjaðir tónleikar og kærustunni minni fannst það líka, ekki ertu laus á morgun?“ spurði hann. Svo segir hann mér að hann ætli að biðja hennar og vilji endilega að ég sé á staðnum til að spila undir bónorðinu.“ Grímur var til í það, en hann var á svæðinu vegna brúðkaups bróður síns. Hann hafi því mætt á æfingu fyrir brúðkaupið, enda svaramaður, og svo farið beinustu leið á fund svissneska parsins. „Þau voru búin að vera saman í þrettán ár og hann var alltaf að bíða eftir rétta tækifærinu til að biðja hennar. Þau voru bæði að vinna í list sinni þarna í húsi rétt hjá ásamt fleirum.“ Kærastan vissi að von væri á Grími, kærastinn dregur hana frá listaverkefni inn í stórt rými á jarðhæðinni þar sem Grímur byrjar að spila. „Svo talar hann auðvitað bara frönsku, tungumál ástarinnar, og ég skil ekkert hvað hann er að segja. Hann valdi lagið Í draumaheimi til að spila undir bónorðinu. Svo fer hann niður á hnén og hún fer að gráta. Þau halda áfram að tala og svo er eins og hann biðji hana aftur um svar. Sem betur fer náði ég að greina orðaskil, að hún sagði „Oui, oui, oui,“ eða já á frönsku.“ Vinir parsins voru með á svæðinu en þau voru ekki einu gestirnir á þessum sérstöku tónleikum. „Þarna á jarðhæðinni var stærðarinnar gluggi. Fyrir framan hann stóðu sjö rollur og fylgdust spenntar með öllu.“ Aðspurður hvort þetta væru eftirminnilegustu tónleikar sem hann hefði spilað á stendur ekki á svari. „Örugglega í topp tuttugu að minnsta kosti.“ Lagið Close Enough er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum og tónleikarnir á Vínyl Bistro hefjast klukkan 20.00 í kvöld. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og sálfræðineminn Grímur Gunnarsson er nýfluttur til landsins frá Danmörku. Hann er Hólmvíkingur í húð og hár. „Já, ég er landsbyggðarstrákur,“ segir Grímur. Í dag kemur út lagið Close Enough með Grími, en hann heldur upp á útgáfuna í kvöld með tónleikum á Vínyl Bistro á Hverfisgötu. „Ég er bara nýkominn heim og svona aðeins að reyna að koma mér inn í íslensku tónlistarsenuna. Þetta var allt öðruvísi úti því þar gat maður sent fimmtíu tölvupósta á tónleikastaði og fékk svo kannski svar frá fimm. Hérna heima snýst þetta aðeins meira um tengslanetið.“ Hann segir að það að hafa flutt út hafi aukið þorið til að spila tónlistina sína opinberlega, enda hafi enginn þekkt hann þar og því áhættan minni. „Í næsta mánuði er ég svo á leiðinni út að spila á tónleikum og tónlistarhátíð,“ segir hann, svo ljóst er að tónlist Gríms hefur náð ágætlega til Dana. „Ég spila indítónlist sem er létt til hlustunar. Því miður er ég ekki sextán ára rappari, þá væri kannski auðveldara fyrir mig að koma mér á framfæri,“ segir Grímur hlæjandi og heldur áfram: „Þá væri ég kannski kominn með helling af spilunum á Spotify.“ Grímur byrjaði að spila af alvöru fyrir þremur árum. „Ég var alltaf með tónleika í kringum jólin fyrir vini og vandamenn í mörg ár. Þá samdi ég alltaf nýtt lag fyrir hver jól. Þegar ég var kominn með ágætis bunka hugsaði ég að það væri kominn tími til að láta reyna á þetta.“ Í síðustu viku lenti Grímur í nokkuð skemmtilegri lífsreynslu í kjölfar tónleika sem hann hélt í Frystiklefanum á Rifi. „Eftir tónleikana nálgaðist mig einn áhorfendanna. Hann var frá Sviss og hvíslar að mér í flýti: „Þetta voru geggjaðir tónleikar og kærustunni minni fannst það líka, ekki ertu laus á morgun?“ spurði hann. Svo segir hann mér að hann ætli að biðja hennar og vilji endilega að ég sé á staðnum til að spila undir bónorðinu.“ Grímur var til í það, en hann var á svæðinu vegna brúðkaups bróður síns. Hann hafi því mætt á æfingu fyrir brúðkaupið, enda svaramaður, og svo farið beinustu leið á fund svissneska parsins. „Þau voru búin að vera saman í þrettán ár og hann var alltaf að bíða eftir rétta tækifærinu til að biðja hennar. Þau voru bæði að vinna í list sinni þarna í húsi rétt hjá ásamt fleirum.“ Kærastan vissi að von væri á Grími, kærastinn dregur hana frá listaverkefni inn í stórt rými á jarðhæðinni þar sem Grímur byrjar að spila. „Svo talar hann auðvitað bara frönsku, tungumál ástarinnar, og ég skil ekkert hvað hann er að segja. Hann valdi lagið Í draumaheimi til að spila undir bónorðinu. Svo fer hann niður á hnén og hún fer að gráta. Þau halda áfram að tala og svo er eins og hann biðji hana aftur um svar. Sem betur fer náði ég að greina orðaskil, að hún sagði „Oui, oui, oui,“ eða já á frönsku.“ Vinir parsins voru með á svæðinu en þau voru ekki einu gestirnir á þessum sérstöku tónleikum. „Þarna á jarðhæðinni var stærðarinnar gluggi. Fyrir framan hann stóðu sjö rollur og fylgdust spenntar með öllu.“ Aðspurður hvort þetta væru eftirminnilegustu tónleikar sem hann hefði spilað á stendur ekki á svari. „Örugglega í topp tuttugu að minnsta kosti.“ Lagið Close Enough er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum og tónleikarnir á Vínyl Bistro hefjast klukkan 20.00 í kvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira