Spilaði undir bónorði á meðan sjö rollur fylgdust með Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 22. ágúst 2019 07:30 Grímur segir það hafa hjálpað mikið að hafa flutt til Danmerkur, þá hafi hann haft meira þor til að spila opinberlega enda þekkt fáa þar. Fréttablaðið/Valli Tónlistarmaðurinn og sálfræðineminn Grímur Gunnarsson er nýfluttur til landsins frá Danmörku. Hann er Hólmvíkingur í húð og hár. „Já, ég er landsbyggðarstrákur,“ segir Grímur. Í dag kemur út lagið Close Enough með Grími, en hann heldur upp á útgáfuna í kvöld með tónleikum á Vínyl Bistro á Hverfisgötu. „Ég er bara nýkominn heim og svona aðeins að reyna að koma mér inn í íslensku tónlistarsenuna. Þetta var allt öðruvísi úti því þar gat maður sent fimmtíu tölvupósta á tónleikastaði og fékk svo kannski svar frá fimm. Hérna heima snýst þetta aðeins meira um tengslanetið.“ Hann segir að það að hafa flutt út hafi aukið þorið til að spila tónlistina sína opinberlega, enda hafi enginn þekkt hann þar og því áhættan minni. „Í næsta mánuði er ég svo á leiðinni út að spila á tónleikum og tónlistarhátíð,“ segir hann, svo ljóst er að tónlist Gríms hefur náð ágætlega til Dana. „Ég spila indítónlist sem er létt til hlustunar. Því miður er ég ekki sextán ára rappari, þá væri kannski auðveldara fyrir mig að koma mér á framfæri,“ segir Grímur hlæjandi og heldur áfram: „Þá væri ég kannski kominn með helling af spilunum á Spotify.“ Grímur byrjaði að spila af alvöru fyrir þremur árum. „Ég var alltaf með tónleika í kringum jólin fyrir vini og vandamenn í mörg ár. Þá samdi ég alltaf nýtt lag fyrir hver jól. Þegar ég var kominn með ágætis bunka hugsaði ég að það væri kominn tími til að láta reyna á þetta.“ Í síðustu viku lenti Grímur í nokkuð skemmtilegri lífsreynslu í kjölfar tónleika sem hann hélt í Frystiklefanum á Rifi. „Eftir tónleikana nálgaðist mig einn áhorfendanna. Hann var frá Sviss og hvíslar að mér í flýti: „Þetta voru geggjaðir tónleikar og kærustunni minni fannst það líka, ekki ertu laus á morgun?“ spurði hann. Svo segir hann mér að hann ætli að biðja hennar og vilji endilega að ég sé á staðnum til að spila undir bónorðinu.“ Grímur var til í það, en hann var á svæðinu vegna brúðkaups bróður síns. Hann hafi því mætt á æfingu fyrir brúðkaupið, enda svaramaður, og svo farið beinustu leið á fund svissneska parsins. „Þau voru búin að vera saman í þrettán ár og hann var alltaf að bíða eftir rétta tækifærinu til að biðja hennar. Þau voru bæði að vinna í list sinni þarna í húsi rétt hjá ásamt fleirum.“ Kærastan vissi að von væri á Grími, kærastinn dregur hana frá listaverkefni inn í stórt rými á jarðhæðinni þar sem Grímur byrjar að spila. „Svo talar hann auðvitað bara frönsku, tungumál ástarinnar, og ég skil ekkert hvað hann er að segja. Hann valdi lagið Í draumaheimi til að spila undir bónorðinu. Svo fer hann niður á hnén og hún fer að gráta. Þau halda áfram að tala og svo er eins og hann biðji hana aftur um svar. Sem betur fer náði ég að greina orðaskil, að hún sagði „Oui, oui, oui,“ eða já á frönsku.“ Vinir parsins voru með á svæðinu en þau voru ekki einu gestirnir á þessum sérstöku tónleikum. „Þarna á jarðhæðinni var stærðarinnar gluggi. Fyrir framan hann stóðu sjö rollur og fylgdust spenntar með öllu.“ Aðspurður hvort þetta væru eftirminnilegustu tónleikar sem hann hefði spilað á stendur ekki á svari. „Örugglega í topp tuttugu að minnsta kosti.“ Lagið Close Enough er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum og tónleikarnir á Vínyl Bistro hefjast klukkan 20.00 í kvöld. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og sálfræðineminn Grímur Gunnarsson er nýfluttur til landsins frá Danmörku. Hann er Hólmvíkingur í húð og hár. „Já, ég er landsbyggðarstrákur,“ segir Grímur. Í dag kemur út lagið Close Enough með Grími, en hann heldur upp á útgáfuna í kvöld með tónleikum á Vínyl Bistro á Hverfisgötu. „Ég er bara nýkominn heim og svona aðeins að reyna að koma mér inn í íslensku tónlistarsenuna. Þetta var allt öðruvísi úti því þar gat maður sent fimmtíu tölvupósta á tónleikastaði og fékk svo kannski svar frá fimm. Hérna heima snýst þetta aðeins meira um tengslanetið.“ Hann segir að það að hafa flutt út hafi aukið þorið til að spila tónlistina sína opinberlega, enda hafi enginn þekkt hann þar og því áhættan minni. „Í næsta mánuði er ég svo á leiðinni út að spila á tónleikum og tónlistarhátíð,“ segir hann, svo ljóst er að tónlist Gríms hefur náð ágætlega til Dana. „Ég spila indítónlist sem er létt til hlustunar. Því miður er ég ekki sextán ára rappari, þá væri kannski auðveldara fyrir mig að koma mér á framfæri,“ segir Grímur hlæjandi og heldur áfram: „Þá væri ég kannski kominn með helling af spilunum á Spotify.“ Grímur byrjaði að spila af alvöru fyrir þremur árum. „Ég var alltaf með tónleika í kringum jólin fyrir vini og vandamenn í mörg ár. Þá samdi ég alltaf nýtt lag fyrir hver jól. Þegar ég var kominn með ágætis bunka hugsaði ég að það væri kominn tími til að láta reyna á þetta.“ Í síðustu viku lenti Grímur í nokkuð skemmtilegri lífsreynslu í kjölfar tónleika sem hann hélt í Frystiklefanum á Rifi. „Eftir tónleikana nálgaðist mig einn áhorfendanna. Hann var frá Sviss og hvíslar að mér í flýti: „Þetta voru geggjaðir tónleikar og kærustunni minni fannst það líka, ekki ertu laus á morgun?“ spurði hann. Svo segir hann mér að hann ætli að biðja hennar og vilji endilega að ég sé á staðnum til að spila undir bónorðinu.“ Grímur var til í það, en hann var á svæðinu vegna brúðkaups bróður síns. Hann hafi því mætt á æfingu fyrir brúðkaupið, enda svaramaður, og svo farið beinustu leið á fund svissneska parsins. „Þau voru búin að vera saman í þrettán ár og hann var alltaf að bíða eftir rétta tækifærinu til að biðja hennar. Þau voru bæði að vinna í list sinni þarna í húsi rétt hjá ásamt fleirum.“ Kærastan vissi að von væri á Grími, kærastinn dregur hana frá listaverkefni inn í stórt rými á jarðhæðinni þar sem Grímur byrjar að spila. „Svo talar hann auðvitað bara frönsku, tungumál ástarinnar, og ég skil ekkert hvað hann er að segja. Hann valdi lagið Í draumaheimi til að spila undir bónorðinu. Svo fer hann niður á hnén og hún fer að gráta. Þau halda áfram að tala og svo er eins og hann biðji hana aftur um svar. Sem betur fer náði ég að greina orðaskil, að hún sagði „Oui, oui, oui,“ eða já á frönsku.“ Vinir parsins voru með á svæðinu en þau voru ekki einu gestirnir á þessum sérstöku tónleikum. „Þarna á jarðhæðinni var stærðarinnar gluggi. Fyrir framan hann stóðu sjö rollur og fylgdust spenntar með öllu.“ Aðspurður hvort þetta væru eftirminnilegustu tónleikar sem hann hefði spilað á stendur ekki á svari. „Örugglega í topp tuttugu að minnsta kosti.“ Lagið Close Enough er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum og tónleikarnir á Vínyl Bistro hefjast klukkan 20.00 í kvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Sjá meira