Viðskipti innlent

Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nói-Síríus framleiðir ýmsar tegundir af sælgæti og öðrum vörum.
Nói-Síríus framleiðir ýmsar tegundir af sælgæti og öðrum vörum.

Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nóa-Síríus en þar segir að Orkla sé leiðandi fyrirtæki á neytendavörumarkaði á Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og völdum mörkuðum í Mið-Evrópu og á Indlandi.

Orkla er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í Osló. Velta félagsins árið 2018 var um 41 milljarður norskra króna og eru starfsmenn félagsins yfir 18 þúsund talsins.

„Það er mikil viðurkenning fyrir starfsemi og vörumerki Nóa-Síríus, sem fagnar 100 ára afmæli á næsta ári, að fá Orkla inn í hluthafahópinn. Við eigum von á að samstarfið við Orkla verði farsælt og sjáum tækifæri í því fyrir Nóa-Síríus til framtíðar,“ er haft eftir Áslaugu Gunnarsdóttur, stjórnarformanni Nóa-Síríusar.

Jeanette Hauan Fladby, forstjóri Orkla, virðist einnig vera ánægð með viðskiptin en í tilkynningunni er haft eftir honum að Nói-Síríus falli vel að leiðandi vörumerkjum í eignasafni Orkla.

„Við sjáum mikil tækifæri til að skapa virði með því að nýta styrkleika fyrirtækjanna þvert á markaði, auka skilvirkni í framleiðslu Nóa-Síríus og styrkja stöðu Orkla á Íslandi, sem er vaxandi markaður,“ er jaft eftir Fladby í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.