Viðskipti innlent

Ísland og hin EFTA-ríkin semja við Mercosur

Andri Eysteinsson skrifar
Saminganefndir í Buenos Aires í gær.
Saminganefndir í Buenos Aires í gær. Mynd/Utanríkisráðuneytið
Fríverslunarsamtök Evrópu, sem Ísland er aðili að ásamt Noregi, Sviss og Liechtenstein, hefur náð samningi við Mercosurríkin Argentínu, Brasilíu, Úrúgvæ og Paragvæ um fríverslun milli ríkjanna.Með samningnum lækka tollar á vörur sem flutt er út frá Íslandi. Sjávarafurðir munu njóta tollfrelsis, sumar um leið og samningurinn tekur gildi en aðrar að loknum aðlögunartímum.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ánægjulegt sé að samningurinn sé í höfn.„Við höfum lagt mikla áherslu á að ljúka samningaviðræðum við Mercosur-ríkin og það er ánægjulegt að sá samningur sé nú í höfn. Markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir er sérstaklega mikilvægur fyrir okkur og hann eykst umtalsvert með þessum samningi,“ sagði Guðlaugur Þór. „Ég tel að við getum verið mjög sátt við þennan samning, sérstaklega þar sem hann er ekki síðri en sá sem Mercosur hefur nýlega samið um við Evrópusambandið."Árið 2018 nam útflutningur frá Íslandi til Mercosur ríkjanna um 1,5 milljarði króna og í hina áttina nam flutningur um 24 milljörðum. Vegur þar þyngst áloxíð sem þó er nú þegar tollfrjálst.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
1,18
1
21
HAGA
0,98
17
648.860
SKEL
0,83
10
98.257
ORIGO
0,52
4
8.000
KVIKA
0,36
21
44.817

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-5,1
94
59.461
TM
-2,31
5
55.468
VIS
-1,4
4
132.975
SYN
-1,36
6
8.000
EIK
-1,11
4
58.455
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.