Golf

Haraldur Franklín nálgast Áskorendamótaröðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haraldur Franklín er í 6. sæti á stigalista Nordic Tour mótaraðrinnar.
Haraldur Franklín er í 6. sæti á stigalista Nordic Tour mótaraðrinnar. vísir/getty

Haraldur Franklín Magnús endaði í 3. sæti á Esbjerg Open sem er hluti af Nordic Golf mótaröðinni.

Haraldur lauk leik á einu höggi yfir pari. Daninn Elias Bertheussen vann öruggan sigur á sjö höggum undir pari.

Með árangri sínum á Esbjerg Open komst Haraldur upp í 6. sæti á stigalista Nordic Golf mótaraðarinnar.

Fimm efstu kylfingarnir á stigalistanum öðlast þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni.

Tveir kylfingar eru þegar búnir að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni; Svíinn Christopher Sahlström og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Axel Bóasson, sem lenti í 32. sæti á Esbjerg Open, er í 14. sæti stigalistans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.