Viðskipti innlent

Íslandsbanki hættir föstu samstarfi um auglýsingar

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Norðurturn í Kópavogi þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka er að finna.
Norðurturn í Kópavogi þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka er að finna. Vísir/Vilhem
Íslandsbanki hefur ákveðið ljúka föstu samstarfi við auglýsingastofuna Brandenburg og sinna markaðsmálum innanhúss í meiri mæli en áður hefur verið. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður samskipta, greiningar og markaðsmála hjá Íslandsbanka, í samtali við Markaðinn.

„Íslandsbanki mun innan tíðar ekki vera með fastan samstarfssamning við auglýsingastofur og lýkur því föstu samstarfi við Brandenburg. Við höfum átt einkar gott samstarf við Brandenburg og uppskorið eftir því á undanförnum árum,“ segir Edda.

„Bankaumhverfið er að breytast mikið og samhliða því fórum við í stefnuvinnu með markaðsmál bankans. Í kjölfarið var ákveðið að vera ekki með fastan samning við auglýsingastofu en áfram verður unnið með auglýsingastofum og framleiðslufyrirtækjum að stærri verkefnum en minni verkefni verða unnin af markaðsfólki bankans.“

Þá segir hún að unnið verði að öðrum stefnuáherslum. Þannig verði horft meira til jafnréttismála hjá þeim aðilum þar sem auglýsingar bankans birtast og enn frekari áhersla verði lögð á umhverfismál í markaðsstarfi bankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×