Körfubolti

Dagur Kár „síðasta púslið“ í Grindavík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagur Kár skrifar undir samninginn.
Dagur Kár skrifar undir samninginn. mynd/grindavík
Dagur Kár Jónsson er genginn í raðir Grindavík á nýjan leik en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við þá gulklæddu.Dagur Kár lék með Grindavík tímabilið 2017/2018 áður en hann skrifaði undir samning við Stjörnuna fyrir síðustu leiktíð.Hann lék þó ekkert með uppeldisfélaginu því hann gek kí raðir Flyers Weels í Austurríki og spilaði þar á síðustu leiktíð en nú er hann kominn aftur til Íslands.„Við erum gríðarlega sátt með hópinn þar sem þessi undirskrift var síðasta pússlið til að starta þessu tímabili,“ segir í tilkynningu Grindavíkur.Daníel Guðni Guðmundsson stýrir Grindavík í vetur eftir að Jóhann Þór Ólafsson ákvað að taka sér frí frá körfubolta.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.