Samsung vex í Evrópu vegna millidýrra snjallsíma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Galaxy Fold er ekki enn kominn á markað. Nordicphotos/AFP Hlutdeild Samsung á snjallsímamarkaði í Evrópu var 40,6 prósent á síðasta ársfjórðungi. Það er um fimmtungsvöxtur frá sama tíma í fyrra, þegar fyrirtækið hafði 33,9 prósent markaðarins. Þetta kom fram í skýrslu sem greiningarfyrirtækið Canalys birti og tæknimiðillinn Engadget greindi frá. Skýra má þennan vöxt Samsung, að minnsta kosti að hluta til, með vaxandi vinsældum millidýrra síma frá fyrirtækinu, samkvæmt Canalys. Fólk sé sum sé frekar að sækja í síma á borð við Galaxy A50 eða A70 heldur en flaggskipin Galaxy Note 10 og Galaxy S10 sem kosta tvöfalt, jafnvel þrefalt meira. Samsung-fólk er þó ekki það eina sem getur fagnað góðum fjórðungi. Kínverski framleiðandinn Xiaomi átti einnig góðan fjórðung, reyndar betri en Samsung. Markaðshlutdeildin var 9,6 prósent á síðasta fjórðungi sem er tæplega helmingi meira en 6,5 prósentin sem fyrirtækið hafði á sama tíma í fyrra. Öðrum gekk öllu verr. Apple fór úr 17 prósentum í 14,1 prósent og HMD Global, sem framleiðir Nokia-snjallsíma, úr 3,2 prósentum í 2,7 prósent. Þá kemur ekki á óvart eftir ásakanir um njósnir og viðskiptabann í Bandaríkjunum að Huawei fór úr 22,4 prósentum í 18,8 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Huawei Samsung Tækni Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hlutdeild Samsung á snjallsímamarkaði í Evrópu var 40,6 prósent á síðasta ársfjórðungi. Það er um fimmtungsvöxtur frá sama tíma í fyrra, þegar fyrirtækið hafði 33,9 prósent markaðarins. Þetta kom fram í skýrslu sem greiningarfyrirtækið Canalys birti og tæknimiðillinn Engadget greindi frá. Skýra má þennan vöxt Samsung, að minnsta kosti að hluta til, með vaxandi vinsældum millidýrra síma frá fyrirtækinu, samkvæmt Canalys. Fólk sé sum sé frekar að sækja í síma á borð við Galaxy A50 eða A70 heldur en flaggskipin Galaxy Note 10 og Galaxy S10 sem kosta tvöfalt, jafnvel þrefalt meira. Samsung-fólk er þó ekki það eina sem getur fagnað góðum fjórðungi. Kínverski framleiðandinn Xiaomi átti einnig góðan fjórðung, reyndar betri en Samsung. Markaðshlutdeildin var 9,6 prósent á síðasta fjórðungi sem er tæplega helmingi meira en 6,5 prósentin sem fyrirtækið hafði á sama tíma í fyrra. Öðrum gekk öllu verr. Apple fór úr 17 prósentum í 14,1 prósent og HMD Global, sem framleiðir Nokia-snjallsíma, úr 3,2 prósentum í 2,7 prósent. Þá kemur ekki á óvart eftir ásakanir um njósnir og viðskiptabann í Bandaríkjunum að Huawei fór úr 22,4 prósentum í 18,8 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Huawei Samsung Tækni Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira