Viðskipti erlent

Norwegian Air leggur niður flugleiðir yfir Atlantshafið

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Ein af vélum Norwegian á leið til lendingar.
Ein af vélum Norwegian á leið til lendingar. Getty/Simon Dawson

Norska flugfélagið Norwegian Air hefur ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. Áætlunarflugið verður lagt niður í september en hins vegar verða engar breytingar á þeim 46 flugleiðum sem Dream­liner-vélar félagsins hafa flogið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Norwegian birti í gær. „Frá því í mars höfum við leitast við að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega með því að leigja vélar til að fljúga milli Írlands og Norður-Ameríku. Hins vegar, vegna óvissunnar um hvenær MAX-vélarnar geta flogið á ný, er þessi lausn ósjálfbær,“ segir í tilkynningunni.

„Þar sem flugfélagið er að færa sig úr vexti yfir í arðbærni höfum við gert ýtarlegt mat á flugleiðunum yfir Atlantshafið og komist að þeirri niðurstöðu að þær standi ekki undir sér.“

Þegar MAX-vélarnar voru kyrrsettar voru 18 farþegaþotur af slíkri gerð í flota Norwegian og hlutfallið af heildarflotanum um 10 prósent.

Icelandair bætti fimm leiguvélum við flota sinn í sumar til að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. Íslenska flugfélagið var með sex MAX-vélar í flota sínum og átti að fá þrjár afhentar til viðbótar í sumar.


Tengdar fréttir

Málmbrotum rigndi yfir Róm

Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.