Segir ástæðulaust að örvænta Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Jakob Einar Jakobsson hjá veitinganefnd SAF. Fréttablaðið/Eyþór. „Þó svo ytri aðstæður eigi drjúgan þátt í rekstrarumhverfi dagsins í dag þá kann að vera að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaðnum verði til þess að þeir hafi erindi sem erfiða mest. Ástandið gefur ekki tilefni til örvæntingar að mínu mati. Ekki strax,“ segir Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar. Í umræðum um vanda veitingastaða nefna flestir rekstraraðilar háan launakostnað sem stærsta þáttinn. Jakob segir að laun hafi vissulega hækkað mikið hin síðari ár. Undanfarin fimm til sex ár hafi orðið gríðarleg samkeppni um hæfasta fólkið og margir þess vegna greitt umfram kjarasamninga. „Tryggingagjaldið má svo að sjálfsögðu hverfa enda er það bara skattur á laun. Það má færa fyrir því rök að það komi verr við hótel- og veitingarekstur en margar aðrar atvinnugreinar.“ Samkvæmt nýjum tölum frá Reykjavíkurborg hafa þrátt fyrir fréttaflutning af tíðum lokunum alls 29 nýir veitingastaðir verið opnaðir í miðbænum frá upphafi síðasta árs, þar af flutti einn innan miðbæjarins. Á þessu ári hafa 19 staðir verið opnaðir. Jakob segir stöðum auðvitað hafa fjölgað mikið síðan ferðamannastraumurinn jókst. Ef hægt sé að gefa sér að 150 veitinga- og matsölustaðir séu í miðborginni og 15 hætti, hvort sem það er vegna gjaldþrots eða einhvers annars, þá séu það 10 prósent markaðarins. „Það er ekki svo mikið á jafn kvikum markaði og raun ber vitni þó svo vissulega sé ákveðin holskefla búin að vera þessi allra síðustu misseri.“ Jakob segir að líta þurfi til þess að markaðurinn sé almennt vítt skilgreindur. Oft sé talað um veitingastaði allt frá fínum stöðum á borð við Dill og yfir í bari og söluvagna. Aðgangshindranir séu lægri varðandi hina síðarnefndu og ekki þurfi mikið fjármagn til. Þess vegna villist hugsanlega inn í veitingamennsku fólk sem eigi þar ekkert erindi yfirhöfuð. „Ef það væri jafn ódýrt og fljótlegt að stofna flugfélag þá myndi þetta fólk bara gera það. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
„Þó svo ytri aðstæður eigi drjúgan þátt í rekstrarumhverfi dagsins í dag þá kann að vera að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaðnum verði til þess að þeir hafi erindi sem erfiða mest. Ástandið gefur ekki tilefni til örvæntingar að mínu mati. Ekki strax,“ segir Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar. Í umræðum um vanda veitingastaða nefna flestir rekstraraðilar háan launakostnað sem stærsta þáttinn. Jakob segir að laun hafi vissulega hækkað mikið hin síðari ár. Undanfarin fimm til sex ár hafi orðið gríðarleg samkeppni um hæfasta fólkið og margir þess vegna greitt umfram kjarasamninga. „Tryggingagjaldið má svo að sjálfsögðu hverfa enda er það bara skattur á laun. Það má færa fyrir því rök að það komi verr við hótel- og veitingarekstur en margar aðrar atvinnugreinar.“ Samkvæmt nýjum tölum frá Reykjavíkurborg hafa þrátt fyrir fréttaflutning af tíðum lokunum alls 29 nýir veitingastaðir verið opnaðir í miðbænum frá upphafi síðasta árs, þar af flutti einn innan miðbæjarins. Á þessu ári hafa 19 staðir verið opnaðir. Jakob segir stöðum auðvitað hafa fjölgað mikið síðan ferðamannastraumurinn jókst. Ef hægt sé að gefa sér að 150 veitinga- og matsölustaðir séu í miðborginni og 15 hætti, hvort sem það er vegna gjaldþrots eða einhvers annars, þá séu það 10 prósent markaðarins. „Það er ekki svo mikið á jafn kvikum markaði og raun ber vitni þó svo vissulega sé ákveðin holskefla búin að vera þessi allra síðustu misseri.“ Jakob segir að líta þurfi til þess að markaðurinn sé almennt vítt skilgreindur. Oft sé talað um veitingastaði allt frá fínum stöðum á borð við Dill og yfir í bari og söluvagna. Aðgangshindranir séu lægri varðandi hina síðarnefndu og ekki þurfi mikið fjármagn til. Þess vegna villist hugsanlega inn í veitingamennsku fólk sem eigi þar ekkert erindi yfirhöfuð. „Ef það væri jafn ódýrt og fljótlegt að stofna flugfélag þá myndi þetta fólk bara gera það. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03