Viðskipti innlent

Audi Q5 bregst hjólbogalistinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Audi Q5 í íslenskri vetrarfærð.
Audi Q5 í íslenskri vetrarfærð.
Bílaumboðið Hekla ætlar að innkalla á annað hundrað nýlegar bifreiðar af gerðinni Audi Q5. Fram kemur á vef Neytendastofu að alls séu um 127 bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018 að ræða, vegna þess að hætta er á að hjólbogalistar bílanna geti losnað með tímanum.

Það kunni að skapa hættu fyrir aðvífandi umferð. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis en áætlað er að viðgerðin taki um eina og hálfa klukkustund. Viðgerðin er sögð felast í því að festingu verði bætt við hjólbogalistana.

„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir á vef stofnunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×