Viðskipti innlent

Jóhann ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jóhann Gunnar Jóhannsson.
Jóhann Gunnar Jóhannsson. Mynd/Isavia

Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Hann tekur við starfinu af Sveinbirni Indriðasyni sem var ráðinn forstjóri Isavia fyrr í sumar.

Jóhann Gunnar starfaði áður sem framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs hjá Ölgerðinni og tengdum félögum. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og aðstoðarforstjóri Icelandic Group.  Fyrir þann tíma starfaði hann meðal annars hjá Bakkavör og Íslenskri erfðagreiningu sem forstöðumaður á fjármálasviði.

Jóhann Gunnar er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.  Hann mun hefja störf hjá Isavia í september og taka þá jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.