Viðskipti innlent

Sveinbjörn ráðinn nýr forstjóri Isavia

Atli Ísleifsson skrifar
Sveinbjörn Indriðason.
Sveinbjörn Indriðason. Isavia

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia. Hann tekur við stöðunni af Birni Óla Haukssyni sem sagði starfi sínu lausu í apríl síðastliðinn.

Í tilkynningu frá Isavia segir að Sveinbjörn taki strax við starfinu, sem hann hafi gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Alls sóttu 26 manns um stöðuna, en það var ráðningarstofan Intellecta sem annaðist ráðningarferlið.

Haft er eftir Orra Haukssyni, stjórnarformanni Isavia, að Sveinbjörn hafi á síðustu mánuðum sýnt mikla leiðtogahæfileika sem starfandi forstjóri Isavia. „Hann hefur mikla reynslu og þekkingu á fyrirtækinu – og hefur um leið slegið nýjan tón. Það eru fjölmargar áskoranir framundan og mikilvægt að stýrt sé af festu og ábyrgð. Við treystum Sveinbirni afar vel til þeirra verka. Um leið viljum við þakka þeim fjölmörgu hæfu umsækjendum sem sóttu um starfið og þann áhuga sem þeir sýndu.“ 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.