Fótbolti

Sancho setti upp sýningu sem kaffærði Alfreðs-lausum Augsburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sancho og félagar fagna í dag.
Sancho og félagar fagna í dag. vísir/getty

Dortmund byrjar þýsku úrvalsdeildina af krafti annað árið í röð en liðið vann 4-1 sigur á Augsburg í 1. umferðinni.

Alfreð Finnbogason, sem skrifað undir nýjan samning við Augsburg í vikunni, var ekki í leikmannahópi gestanna en hann er enn að jafna sig á aðgerð sem hann gekkst undir í sumar.

Það var liðin innan við mínúta er gestirnir komust yfir. Markið gerði Florian Niederlechner en Adam var þó ekki lengi í paradís því tveimur mínútum síðar jafnaði Paco Alcacer.

Staðan var jöfn í hálfleik en hinn nítján ára gamli Jadon Sancho tók yfir leikinn í síðari hálfleik. Hann kom Dortmund yfir á 51. mínútu og sex mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Marco Reus.
Smiðshöggið rak svo Paco Alcacer með öðru marki sínu og fjórða marki þeirra gulklæddu. Fimmta markið kom svo á 82. mínútu en það gerði Julian Brandt.

Lokatölur 5-1 og Dortmund byrjar af krafti á meðan Bayern gerði jafntefli á heimavelli í gær.

Önnur úrslit í þýsku úrvalsdeildinni má sjá hér að neðan en Leverkusen, Freiburg, Wolfsburg og Fortuna Dusseldorf byrja einnig deildina á sigrum.

Öll úrslit dagsins:
Bayer Leverkusen - Paderborn 3-2
Dortmund - Augsburg 5-1
Freiburg - Mainz 3-0
Wolfsburg - Köln 2-1
Werder Bremen - Dusseldorf 1-3Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.