Fótbolti

Sancho setti upp sýningu sem kaffærði Alfreðs-lausum Augsburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sancho og félagar fagna í dag.
Sancho og félagar fagna í dag. vísir/getty
Dortmund byrjar þýsku úrvalsdeildina af krafti annað árið í röð en liðið vann 4-1 sigur á Augsburg í 1. umferðinni.

Alfreð Finnbogason, sem skrifað undir nýjan samning við Augsburg í vikunni, var ekki í leikmannahópi gestanna en hann er enn að jafna sig á aðgerð sem hann gekkst undir í sumar.

Það var liðin innan við mínúta er gestirnir komust yfir. Markið gerði Florian Niederlechner en Adam var þó ekki lengi í paradís því tveimur mínútum síðar jafnaði Paco Alcacer.

Staðan var jöfn í hálfleik en hinn nítján ára gamli Jadon Sancho tók yfir leikinn í síðari hálfleik. Hann kom Dortmund yfir á 51. mínútu og sex mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Marco Reus.





Smiðshöggið rak svo Paco Alcacer með öðru marki sínu og fjórða marki þeirra gulklæddu. Fimmta markið kom svo á 82. mínútu en það gerði Julian Brandt.

Lokatölur 5-1 og Dortmund byrjar af krafti á meðan Bayern gerði jafntefli á heimavelli í gær.

Önnur úrslit í þýsku úrvalsdeildinni má sjá hér að neðan en Leverkusen, Freiburg, Wolfsburg og Fortuna Dusseldorf byrja einnig deildina á sigrum.

Öll úrslit dagsins:

Bayer Leverkusen - Paderborn 3-2

Dortmund - Augsburg 5-1

Freiburg - Mainz 3-0

Wolfsburg - Köln 2-1

Werder Bremen - Dusseldorf 1-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×