Viðskipti innlent

Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. Vísir/Vilhelm

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, telur að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017.

Skiptastjórar þrotabús WOW air hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna leigu á fasteigninni. Samkvæmt skýrslu sem Deloitte gerði fyrir þrotabúið kemur fram að taldar séu líkur á því að greiðslur WOW air vegna íbúðarinnar hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum.

Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd, dótturfélags WOW air sem leigði íbúðina, vegna hennar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins.

Í yfirlýsingu sem Skúli sendi á fjölmiðla í dag vegna fréttaflutnings undanfarna daga um skýrslu Deloitte og þá mynd sem dregin var upp af stöðu WOW air fyrir gjaldþrot félagsins í henni kemur Skúli inn á húsnæðið í London. Segir hann að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að WOW air tæki hús á leigu fyrir forstjóra félagsins.

Segir Skúli að á þeim tíma sem íbúðin var tekin á leigu hafi félagið verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London auk þess sem að til skoðunar hafi verið að skrá félagið á markað í London. Hvort tveggja hafi kallað á verulega viðveru forstjóra félagsins í London.

„WOW air skilaði yfir 4 milljörðum í hagnað árið 2016 og því voru þessi áform eðlilegt skref í áframhaldandi uppbyggingu WOW air á þeim tíma og ekkert óeðlilegt við það að félagið skyldi leigja húsnæði fyrir forstjóra félagsins í þeim tilgangi að sinna þeim verkefnum,“ segir í yfirlýsingu Skúla.


Tengdar fréttir

Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air

Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli.

Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air

Skiptastjórar WOW air  telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.