Viðskipti erlent

Stofnandi Jysk látinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lars Larsen greindist með lifrarkrabbamein fyrr í sumar.
Lars Larsen greindist með lifrarkrabbamein fyrr í sumar. EPA/HENNING BAGGER
Lars Larsen, stofnandi smávöruverslanakeðjunnar Jysk, er látinn. Hann var 71 árs. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er Larsen sagður hafa látist á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi í morgun í faðmi fjölskyldu sinnar.Aðeins tveir mánuðir eru síðan að Larsen steig úr stjórnarformannsstóli í Lars Larsen Group, móðurfélagi Jysk, eftir að hann greindist með lifrarkrabbamein í júní. Larsen var einn ríkasti maður Danmerkur og skilur eftir sig eiginkonu, tvö börn og fjögur barnabörn.Hann stofnaði Jysk, sem sérhæfir sig í sölu á hvers kyns heimilisvarningi, árið 1979. Keðjan stækkaði ört og er nú svo komið að um 2800 Jysk verslanir eru starfræktar í 52 löndum, þar á meðal á Íslandi undir nafni Rúmfatalagersins. Fyrsta verslun Rúmfatalagersins opnaði í Kópavogi árið 1987.Larsen var metinn á næstum 30 milljarða danskra króna, um 545 milljarða króna, ekki síst fyrir tilstuðlan Lars Larsen Group. Félagið hélt þó ekki aðeins utan um rekstur Jysk heldur jafnframt annarra húsgagnaverslana, golfvalla, sushi-veitingastaða og hótela.Sjálfsævisaga Larsen, Go'daw jeg hedder Lars Larsen: Jeg har et godt tilbud, er af mörgum talin mest lesna sjálfsævisaga í Danmörku. Ástæðan er sú að henni var dreift inn á öll heimili í landinu árið 2004, en sama ár fagnaði Jysk 25 ára afmæli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
5,02
24
163.295
SYN
3,99
12
84.719
VIS
1,69
7
141.640
ARION
1,4
8
163.568
REGINN
1,25
6
65.920

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,04
16
13.219
ORIGO
-0,9
7
94.080
ICESEA
-0,66
2
5.406
TM
0
2
78.891
KVIKA
0
1
15.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.