Viðskipti erlent

172 ferðum um Heathrow aflýst

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Flugferðum Icelandair og British Airwaves sem fljúga um Heathrow og Keflavíkurflugvöll á dögum verkfallsins eru á áætlun.
Flugferðum Icelandair og British Airwaves sem fljúga um Heathrow og Keflavíkurflugvöll á dögum verkfallsins eru á áætlun. Vísir/Getty
Á annað hundrað flugferða sem áætlaðar voru um Heathrow flugvöll í Lundúnum á mánudag og þriðjudag hefur verið aflýst vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða starfsmanna vallarins.

Leiðtogar stéttarfélagsins Union funduðu með stjórnendum flugvallarins í gær og halda viðræðurnar áfram í dag en samningur um fyrirhugaða launahækkun var felldur.

Talsmaður Heathrow segir, í samtali við Guardian, flugvöllinn hafa virkað viðbragðsáætlanir um óvissuástand á vellinum svo völlurinn geti verið opinn.

„Við gerum ráð fyrir því að raðirnar verði nokkuð lengri en vanalega og ráðleggjum farþegum að fylgjast með á vefsíðu vallarins fyrir nánari upplýsingar,“ segir talsmaðurinn. Hann segir starfsmenn vinna nú að því með aðstoð flugfélaganna að koma farþegum um borð hjá öðrum flugfélögum hafi ferðum þeirra verið aflýst.

Engum flugum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna verkfallanna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×