Viðskipti innlent

Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Vísir/Jóhann K.

Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice­landair, segir í samtali við Fréttablaðið að málið hafi borið á góma í samskiptum við erlenda leigusala. „Það er mat þeirra að þessar aðgerðir hafi haft neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland og þá sérstaklega ný fyrirtæki sem eiga enga rekstrarsögu að baki,“ segir Bogi Nils. Hann gerir hins vegar ekki ráð fyrir að málið hafi teljandi áhrif á Icelandair eða þau leigukjör sem standa flugfélaginu til boða þar sem Icelandair sé eftirsóttur viðskiptavinur á markaðinum.

Spurður hvort erlendir leigusalar muni leggja áhættuálag á ný íslensk flugfélög segir Bogi Nils að svo geti verið. „Þetta virkar þannig að leigusalar eru með áhættunefndir sem meta hvað hefur gerst hjá fyrirtækjunum og í þeim löndum sem þau starfa í. Að mínu mati mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íslensk flugfélög sem eru að hefja rekstur. Ég held að það sé engin spurning,“ segir Bogi Nils.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.