Viðskipti innlent

Birna flýgur frá WOW til Digido

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birna Erlingsdóttir.
Birna Erlingsdóttir.
Birna Erlingsdóttir hefur verið ráðin til Digido sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu. Birna mun vinna með viðskiptavinum Digido í stafrænni vegferð þeirra í net- og markaðsmálum auk þess sem hún mun taka þátt í stefnumótun Digido. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Digido.

Áður starfaði Birna sem sérfræðingur í markaðsdeild WOW air þar sem hún var meðal annars ábyrg fyrir stafrænni markaðssetningu flugfélagsins, markaðsherferðum og hugmyndavinnu. Birna er með B.A. gráðu í listfræði og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

„Ég er ótrúlega spennt að ganga til liðs við strákana í Digido. Fyrirtæki eru farin að gera sér betur grein fyrir mikilvægi stafrænnar markaðssetningar og tækifærin sem henni felast. Þessi heimur er í stöðugri þróun og möguleikarnir eru endalausir. Hjá Digido mun ég nýta mér þá dýrmætu reynslu sem ég fékk hjá WOW air og hlakka til komandi tíma.”

„Við erum í skýjunum með að Birna sé komin til okkar og mun þekking hennar og reynsla vera frábær viðbót við Digido. Það eru spennandi tímar framundan á sviði stafrænnar markaðssetningar þar sem fyrirtæki eru auknu mæli að nýta gögn, leitarvélar, samfélagsmiðla og fleiri stafrænar leiðir markaðsstarfi í sínu“ segir Andri Már Kristinsson, annar stofnenda Digido

Digido var stofnað í september 2018. Meðal viðskiptavina Digido eru Arion banki, Domino’s, CCP og Bláa lónið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×