Viðskipti innlent

Birna flýgur frá WOW til Digido

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birna Erlingsdóttir.
Birna Erlingsdóttir.

Birna Erlingsdóttir hefur verið ráðin til Digido sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu. Birna mun vinna með viðskiptavinum Digido í stafrænni vegferð þeirra í net- og markaðsmálum auk þess sem hún mun taka þátt í stefnumótun Digido. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Digido.

Áður starfaði Birna sem sérfræðingur í markaðsdeild WOW air þar sem hún var meðal annars ábyrg fyrir stafrænni markaðssetningu flugfélagsins, markaðsherferðum og hugmyndavinnu. Birna er með B.A. gráðu í listfræði og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

„Ég er ótrúlega spennt að ganga til liðs við strákana í Digido. Fyrirtæki eru farin að gera sér betur grein fyrir mikilvægi stafrænnar markaðssetningar og tækifærin sem henni felast. Þessi heimur er í stöðugri þróun og möguleikarnir eru endalausir. Hjá Digido mun ég nýta mér þá dýrmætu reynslu sem ég fékk hjá WOW air og hlakka til komandi tíma.”

„Við erum í skýjunum með að Birna sé komin til okkar og mun þekking hennar og reynsla vera frábær viðbót við Digido. Það eru spennandi tímar framundan á sviði stafrænnar markaðssetningar þar sem fyrirtæki eru auknu mæli að nýta gögn, leitarvélar, samfélagsmiðla og fleiri stafrænar leiðir markaðsstarfi í sínu“ segir Andri Már Kristinsson, annar stofnenda Digido

Digido var stofnað í september 2018. Meðal viðskiptavina Digido eru Arion banki, Domino’s, CCP og Bláa lónið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.