Viðskipti innlent

Skúli gerir tæplega fjögurra milljarða kröfu í þrotabú WOW air

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skúli Mogensen hefur sagt að stærstu mistökin í rekstri WOW air hafi verið að horfa af leið WOW air sem lággjalda­flug­fé­lags.
Skúli Mogensen hefur sagt að stærstu mistökin í rekstri WOW air hafi verið að horfa af leið WOW air sem lággjalda­flug­fé­lags. Vísir/Vilhelm
Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi og forstjóri WOW air, og félög tengd honum gera 3,8 milljarða króna kröfu í þrotabú WOW air. Þetta kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins sem afhent var þeim kröfuhöfum sem óskuðu eftir í dag. Persónulega krafa Skúla hljóðar upp á tæplega 800 milljónir króna en fjárfestingarfélagið Títan og TF-KEF gera milljarðakröfur í búið.Viðskiptablaðið greinir frá stærstu kröfuhöfum í búið en alls nema kröfurnar 138 milljörðum króna. Stærsti kröfuhafinnar er CIT Aerospace International en Wow leigði Airbus breiðþoturnar af félaginu. Það lýsir 52,8 miljarða króna kröfu í búið. Næst stærsta einstaka krafan er frá Rolls-Royce plc upp á 22 milljarða króna.Flugvélaleigjandinn ALC, sem þurfti að sætta sig við kyrrsetta flugvéla í Keflavík eftir fall Wow air, lýsir 9 milljarða kröfu. Nordic Trustee & Agency AB lýsir 8,6 milljarða króna kröfu fyrir hönd skuldabréfaeigenda Wow air.Leigufélögin Sog Aviation Leasing Limited og Tungaaa Aviation Limited lýsa hvort um sig þremur milljörðum króna. RRPF Engine Leasing Limited gerir 6,3 milljarða króna kröfu og krafa Sky High Leasing Company nemur 3,8 milljörðum króna.Ríkisskattstjóri gerir 3,8 milljarða króna kröfu en eins og fram hefur komið sektaði Umhverfisstofnun flugfélagið um þá upphæð fyrir vanrækslu flugfélagsins á að standa skil á losunarheimildum árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á. Auk þess gerir Umhverfisstofnun 800 milljóna kröfu í þrotabúið.Kröfur Eyktar og tengdra félaga nema tæplega hálfum milljarði króna. Wow hafði höfuðstöðvar í Höfðatorgi en húsnæðið er í eigu Eyktar. Airport Associates, þjónustufyrirtæki Wow á Keflavíkurflugvelli sem segja þurfti upp fjölda starfsmanna við gjaldþrotið, lýsir 140 milljón króna kröfu í búið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.