Hreyfingu bannað að auglýsa ókeypis líkamsrækt Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 10:27 Hreyfing þarf að breyta viðskiptaháttum sínum eftir auglýsingar sínar um sumartilboð á árskortum. Getty/Virojt Changyencham Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið. Bannið kemur í kjölfar auglýsingaherferðar Hreyfingar þar sem meðal annars sagði: „Æfðu frítt í sumar!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ Þegar betur var að gáð mátti sjá að herferðinni var ætlað að kynna „árskort á sérstökum sumarkjörum.“ Fram kom í textanum að greitt væri fyrir árskort en kaupandinn fengi í kaupbæti frían aðgang í sumar. „Æfðu frítt í sumar“ gegn því að kaupa árskort komi því „mjög skýrt fram í textanum,“eins og fram kemur í viðbrögðum Hreyfingar. „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019 og árskortið gildir til 1. ágúst 2020.“ Engu að síður taldi Neytendastofa villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. „Notkun orðsins frítt í umræddi auglýsingu fól í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og upplýsingarnar voru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beindist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.“ Þessu mótmælti Hreyfing í bréfi til Neytendastofu og benti á þetta teljist algeng markaðssetning á Íslandi. Til að mynda bjóði símafyrirtækin oft fría áskrift fyrstu 2-3 mánuðina fyrir nýja viðskiptavini. Hvað sem því líður komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Hreyfingar brytu í bága við auglýsingalög. Auglýsingarnar væru „líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá er fullyrðingin líkleg til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu.Af þeim sökum bannaði stofnunin Hreyfingu „að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.“ Auglýsinga- og markaðsmál Heilsa Neytendur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið. Bannið kemur í kjölfar auglýsingaherferðar Hreyfingar þar sem meðal annars sagði: „Æfðu frítt í sumar!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ Þegar betur var að gáð mátti sjá að herferðinni var ætlað að kynna „árskort á sérstökum sumarkjörum.“ Fram kom í textanum að greitt væri fyrir árskort en kaupandinn fengi í kaupbæti frían aðgang í sumar. „Æfðu frítt í sumar“ gegn því að kaupa árskort komi því „mjög skýrt fram í textanum,“eins og fram kemur í viðbrögðum Hreyfingar. „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019 og árskortið gildir til 1. ágúst 2020.“ Engu að síður taldi Neytendastofa villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. „Notkun orðsins frítt í umræddi auglýsingu fól í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og upplýsingarnar voru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beindist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.“ Þessu mótmælti Hreyfing í bréfi til Neytendastofu og benti á þetta teljist algeng markaðssetning á Íslandi. Til að mynda bjóði símafyrirtækin oft fría áskrift fyrstu 2-3 mánuðina fyrir nýja viðskiptavini. Hvað sem því líður komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Hreyfingar brytu í bága við auglýsingalög. Auglýsingarnar væru „líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá er fullyrðingin líkleg til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu.Af þeim sökum bannaði stofnunin Hreyfingu „að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.“
Auglýsinga- og markaðsmál Heilsa Neytendur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira