Handbolti

Selfoss fær markahæsta leikmann Gróttu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús Öder á nýja/gamla heimavellinum.
Magnús Öder á nýja/gamla heimavellinum. mynd/selfoss
Magnús Öder Einarsson er genginn í raðir Selfoss á nýjan leik og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Á síðasta tímabili lék Magnús með Gróttu og var markahæsti leikmaður liðsins í Olís-deildinni með 85 mörk.

Magnús, sem er 22 ára, lék síðast með Selfossi tímabilið 2015-16 þegar liðið tryggði sér sæti í Olís-deildinni. Hann hefur einnig leikið með Mílunni og Þrótti R.

Auk Magnúsar hafa Íslandsmeistarar Selfoss fengið markvörðinn Einar Baldvin Baldvinsson frá Val.

Pawel Kiepulski og Elvar Örn Jónsson eru hins vegar horfnir á braut. Sá síðarnefndi fylgdi Patreki Jóhannessyni, sem þjálfaði Selfoss 2017-19, til Skjern í Danmörku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×