Viðskipti innlent

Unnur og Rannveig sagðar verða varaseðlabankastjórar

Kjartan Kjartansson skrifar
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri.
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Þær Rannveig Sigurðardóttir, núverandi aðstoðarseðlabankastjóri, og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, eru sagður taka við stöðum nýrra varaseðlabankstjóra um áramótin. Tilkynnt var um skipan Ásgeirs Jónssonar sem seðlabankastjóra í gær en staða þriðja varaseðlabankastjórans verður auglýst síðar.

Ríkisútvarpið sagði frá ráðningu Rannveigar og Unnar í gærkvöldi. Ekki hefur verið tilkynnt um ráðningu þeirra á vefsíðu stjórnarráðsins eða Seðlabankans.

Störf núverandi aðstoðarseðlabankastjóra verður lagt niður þegar ný lög um bankann taka gildi um áramótin. Rannveig er sögð eiga að taka við stöðu varaseðlabankastjóra sem leiðir peningastefnu bankans. Unnur eigi að leiða málefni fjármálaeftirlits þegar Fjármálaeftirlitið sameinast bankanum.

Þriðja varaseðlabankastjórastaðan varðar fjármálastöðugleika. Skipað er í embættin til fimm ára í senn.

Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins.Vísir/ÞÞ

Tengdar fréttir

Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“

Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×